Samstaða með þjóðinni eða flokksvald

Val forseta stendur á milli þess að sýna samstöðu með ótvíræðum þjóðarvilja og skrifa ekki undir Icesave-frumvarpið eða fara í flokkspólitík og taka undir með vinstriflokkunum sem ekki hafa meirihluta á þingi til að hafna leið þjóðaratkvæðagreiðslu.

Forsetinn tók ákvörðun 2004 um að við sérstakar kringumstæður bæri forseta skylda til að vísa frumvarpi til þjóðarinnar. Þessar kringumstæður eru til muna meira afgerandi í Icesave en þær voru í fjölmiðlamálinu.

Til áherðingar afstöðu sinni ritaði forsetinn sérstaka yfirlýsingu sem er áfest fyrri Icesave-lögum um að lengra verður ekki komist með kröfur Breta og Hollendinga um bætur.

Af þessu leiðir að forsetinn á aðeins þann eina kost að neita undirskrift sinni á frumvarpið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hann skrifar undir - eins og Wall Street Journal segir í dag:

"While Grimsson is facing pressure from voters on the one hand, he also cannot ignore the views of rating agencies and financial markets."

S&P Matsfyrirtækið sagði okkur að skrifa undir og við verðum að hlýða...

Og síðan komust við ekki í ESB nema að skrifa undir:

"Failure to implement the deal could complicate Iceland's bid to join the European Union and to receive further financial assistance from the International Monetary Fund."

http://online.wsj.com/article/BT-CO-20100104-705626.html

;)

Trebor (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 17:49

2 identicon

...þú færð seint starf sem völva Trebor.

Jóhann D (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband