Darling réttlætir hryðjuverk á íslenskum bönkum

Icesave-frumvarpið færir Íslendingum engar bætur fyrir misnotkun breskra stjórnvalda á hryðjuverkalögum. Samkvæmt fréttum breskra fjölmiðla felldi breska stjórnin Kaupþing til að tryggja hagsmuni sína gagnvart Landsbankanum.

Óskammfeilni Breta á sér engin takmörk þegar þeir í ofanálag krefjast þess að við borgum þeim útgerðarkostnaðinn af ofstopanum.

Bresk stjórnvöld fóru á taugum og keyrðu banka í gjaldþrot. Ef ekki væri fyrir handvömm og vankunnáttu íslenskra stjórnvalda værum við ekki að ræða bætur til Breta vegna Icesave heldur skaðabætur frá Bretum vegna Kaupþings.


mbl.is Icesave-samkomulag mikilvægt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er kominn tími á að þeir félagar Gordon Brown og Darling geri hreint fyrir sínum dyrum hvaða raunverulegu ástæður voru fyrir því að þeir beittu bresku hermdarverkalögunum.

Athygli vekur að bresku blöðin eru alls kostar ekki ánægð með stöðu mála, sbr. að vísa á eftirfarandi staðreynd:

Að fall Kaupþings muni vera eina bankagjaldþrotið í fjármálakreppunni sem breskir sparifjáreigendur hafa tapað fé á. Yfir 4000 viðskiptavinir Kaupþings á eyjunni Mön hafa enn ekki fengið inneignir sínar á Edge-reikningum yfir 50 þúsund pund bættar þar sem breski innistæðutryggingasjóðurinn telur sig ekki þurfa að bæta íbúum á eyjunni tapið.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.1.2010 kl. 12:20

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Dugar ekki að hringja í Davíð Oddsson - hann sagði á fundi Viðskptaráðs að hann vissi allt um ástæðurnar. Hann hefur bara ekki fangist til að segja frá.

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.1.2010 kl. 12:27

3 Smámynd: Kristinn Pétursson

Nú er sóknarfæri í þessu máli svo framarlega sem forseti Íslands standi við fyrri stefnumótun sína svo og áramótaræðuna um að lýðræðið  sé það að almenning sé gefinn kostur á þjóðaratkvæðagreiðslu í tilvikum sem þessu.

Þriðja samningalotan - leidd af Evu Joly sem sérfræðingi í refsilöggjöf UK - er besta sóknarstefnan sem við Ísland getur nú tekið. 

Sókn er besta vörnin

Kristinn Pétursson, 4.1.2010 kl. 12:44

4 Smámynd: Einhver Ágúst

Hryðjuverkalög eru sem önnur totalitarian state lög þess eðlis að það þarf ekkert að afsaka eða réttlæta beitingu þeirra, það er svona soldið tilgangurinn með þeim.

Að sneiða hjá öðrum lögum og mannréttindum.

 Frelsissvipting þúsunda í heiminum eru byggð á þessum lögum án dómstóla og það að við séum eitthvað að fá reikning vegna þeirra er nú lítilræði að greiða fyrir þetta frábæra og hentuga stjórntæki.

Einhver Ágúst, 4.1.2010 kl. 12:46

5 Smámynd: Einhver Ágúst

Spyrjið bara íslensku lögregluna um aukin þægindi þessara laga og afleiðinga þeirra.

Einhver Ágúst, 4.1.2010 kl. 12:52

6 Smámynd: Baldur Hermannsson

Hjálmtýr, þú fylgist ekki með, hann hefur löngu greint frá þessu og Styrmir rekur málið nánar í Umsátrinu og skýrir afstöðu Breta.

Góð regla á nýja árinu, Hjálmtýr: lesa sér til.

Baldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 13:02

7 identicon

Guðjón Sigþór:

Kaupþing á Mön var ekki sama batteríið og Kaupþing Singer-Friedlander. Glæpamennirnir sem stjórnuðu Kaupþingi fluttu hálfan milljarð punda úr bankanum á Mön til London, sem þýddi að lausafjárstaðan þar styrktist en sparifjáreigendur á Mön máttu éta það sem úti frýs þegar bankinn þar var kafsigldur. Með þessu er ekki verið að hvítþvo bresk stjórnvöld en það skilst betur að menn gætu verið reiðir út í íslendinga. Bresk stjórnvöld gátu vel haft áhyggjur af því að þessi hálfi milljarður punda yrði síðan einfaldlega fluttur frá Bretlandi...skilurðu hvert ég er að fara? Var íslenskum stjórnendum Kaupþings ekki trúandi til þess?

Páll:

Vera má að Bretar hafi sýnt ofstopa en fleira þarf að koma fram í þessu máli. Það hefur seint og um síðir verið viðurkennt að lánin frá AGS munu að stórum hluta fara í að endurfjármagna hinar ýmsu erlendu skuldir sem á ríkinu, sem og fleiri aðilum (t.d. hugsanlega á Landsvirkjun)hvíla. Nú vitum við einnig að frekari afgreiðsla AGS á lánum til okkar, veltur á því að Icesave málið verði afgreitt.

Afgreiðsla Icesave málsins stýrir því í reynd lyktum miklu stærra máls: Endurfjármögnum íslenska hagkerfisins að stórum hluta.

Við getum ekki rætt Icesave málið án samhengis við stöðu okkar í heild. Ef við viljum ekki greiða Icesave þá þýðir það líka að við ætlum ekki að greiða aðrar skuldir okkar. Við setjum ekki öllum heiminum skilyrði um það hvernig við ein höfum ákveðið að greiða allar skuldirnar.

Það má vera að það sé fær leið að ríkið skeri af sér allar skuldir og einfaldlega neiti að borga en þá mun það þýða innflutningshöft, vöru- og gjaldeyrisskömmtun til langs tíma o.s.fr. Hvort það er betra en að reyna að kljást við risavaxnar skuldir (hugsanlega ókleyfar) en halda markaðsfrelsinu skal ég ekki fullyrða en eitt er öruggt: Við getum ekki farið þá leið nema um það sé víðtæk samstaða meðal þjóðarinnar og stjórnmálaafla og að til forystu fyrir þeirri vegferð sé völ á lítt umdeildu fólki. Þetta er ekki tilfellið í dag.

Ef svo vildi til að stjórnin félli á þessu máli og Sjálfstæðisflokkur og/eða Framsókn kæmust í stjórn, hvað þá? Verður samstaða um Bjarna Ben. (fulltrúi olíufélagsklíku og hugsanlega flæktur í alvarlegt sakamál) eða Sigmund sem þjóðarleiðtoga á erfiðum tímum. Auk þessa viðurkenna þessir foringjar ekki að ofangreint sé valkosturinn ef við höfnum Icesave, þeir fullyrða bara að við getum fengið betri samning. Þessi samningur er þó skárri en þau drög sem Bjarni Ben. sjálfur vann að (6,7% vextir). En hef reyndar trú á því að ef þeir kæmust í stjórn þá yrði það þeirra fyrsta verk að ganga frá Icesave samkomulaginu sem fyrst enda eru þeir bara að reyna að fella stjórnina á málinu.

Til þess að þjóðin gæti tekið upplýsta ákvörðun um Icesave þarf að liggja fyrir í hverju hinn/hinir valkostirnir felast. Ég efast um að fólk hafi verið almennilega upplýst um það.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 13:10

8 Smámynd: Einhver Ágúst

Góður pistill Þorgeir....þessu má velta fyrir sér.

Einhver Ágúst, 4.1.2010 kl. 13:58

9 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Nú er Mosi ekki sérlega sleipur í fjármunatilfærslum en gleypti hrátt það sem í fréttinni stóð.

Sennilega gengur plottið Bjarna & Co út á að fella stjórnina hvað sem það kostar, semja við Breta á sömu forsendum en tilgangurinn auðvitað að stoppa alla glæparannsókn á bankahruninu eða alla vega þá þætti þar sem yfirlýstir sjálfstæðismenn eru flæktir illilega í.

Hvort þeim verði kápan úr því klæðinu skal ósagt látið en mikið myndi Ísland falla hratt niður fyrir þau lönd þar sem umtalsverð spilling hefur grassérað á undanförnum áratugum.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 4.1.2010 kl. 14:12

10 identicon

"Sennilega gengur plottið Bjarna & Co út á að fella stjórnina hvað sem það kostar, semja við Breta á sömu forsendum en tilgangurinn auðvitað að stoppa alla glæparannsókn á bankahruninu"

Já, þetta var eiginlega eina setningin sem vantaði í pistilinn minn hér á undan.

Og spurningin, Guðjón, er þá sennilega sú hvort ekki gæti verið skárra að núverandi ríkisstjórn nái málinu í gegn, frekar en að Bjarni nái því í gegn og leggi um leið niður embætti sérstaks saksóknara. Ég held að seinni möguleikinn yrði miklu ömurlegri. Það get ég sagt þó ég hafi fram að síðustu kosningum alltaf stutt Sjálfstæðisflokkinn.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 14:21

11 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Forsetinn skrifar undir. Hann er tilneyddur. Darling er aukaatriði í þessum farsa. Málefnin skifta öllu og fara ekki eftir því hvað forsetinn heitir eða hvaða fjármálaráðherra er í Downingsstræti. Þetta er búið að vera ágætt hjá ykkur en þið eruð búin að tapa. íslenska þjóðin vinnur á því til framtíðar litið.

Gísli Ingvarsson, 4.1.2010 kl. 14:53

12 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Hálfnaður með bókina Baldur - hvar eru þessar uppl. sem erum að ræða?

Hjálmtýr V Heiðdal, 4.1.2010 kl. 16:14

13 Smámynd: Baldur Hermannsson

Kláraðu bókina Hjálmtýr og láttu mig vita ef þetta atriði fer fram hjá þér - sem ég hef enga trú að gerist. Bretar brenndu sig illa á Bandarískum banka sem var að fara á kúpuna hjá þeim og flutti gríðarlegar fjárhæðir úr landinu á síðustu stundu, með þeim afleiðingum að breskir þegar sátu eftir alls lausir. Bretar töldu sig hafa ástæðu til þess að gruna Íslendinga um svipaðar brellur og vildu stöðva þá meðan tími væri til.

Baldur Hermannsson, 4.1.2010 kl. 16:20

14 identicon

Eins og ráða má af því sem hér hefur komið fram, t.d. nú síðast hjá Baldri, þá mótuðust viðrögð breskra yfirvalda ekki af neinu "Íslendingahatri" heldur voru einfaldlega viðbrögð sem flest yfirvöld í nánast hvaða ríki sem var í veröldinni hefðu gripið til við sömu aðstæður, fyrir utan íslensk yfirvöld að sjálfsögðu...eða þannig .

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 4.1.2010 kl. 20:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband