Sunnudagur, 16. mars 2025
Ţórdís Kolbrún má skammast sín
Lokun íslenska sendiráđsins í Moskvu fyrir tveim árum međ vísun í Úkraínustríđiđ var stórpólitískur afleikur Ţordísar Kolbrúnar ţáverandi utanríkisráđherra. Ísland eitt vestrćnna ríkja lokađi sendiráđinu í Rússlandi og gaf upp sem ástćđu stríđiđ í Úkraínu. Tilfallandi bloggađi:
Diplómatísk stríđsyfirlýsing Ţórdísar Kolbrúnar utanríkisráđherra er ekki í ţágu íslenskra hagsmuna. Tilkynning um lokun sendiráđs Íslands í Moskvu er sett fram, og skilin í Rússlandi, sem ögrun.
Hvers vegna ćtti Ísland ađ ögra Rússlandi? Samskipti ţjóđanna hafa ávallt veriđ vinsamleg. Rússar opnuđu markađi sína á sovéttímanum ţegar viđ áttum í landhelgisdeilu Breta, sem beittu okkur viđskiptaţvingunum.
Jú, kynni einhver ađ segja, Rússar réđust inn í Úkraínu. Síđan hvenćr eru stríđ í útlöndum rök fyrir lokun íslenskra sendiráđa?
Mistökin í Moskvu hafa fylgt Ţórdísi Kolbrúnu. Hún hrökklađist úr kjördćmi sínu fyrir síđustu kosningar og heykist á ađ bjóđa sig fram til formennsku í Sjálfstćđisflokknum.
Í viđtengdri frétt býđur Ţórdís Kolbrún upp á eftiráskýringu, ađ íslensku sendiráđsfólki hafi veriđ ógnađ í Moskvu. Ţađ hafi veriđ ástćđa lokunar sendiráđsins. Nú er Úkraínustríđiđ ekki lengur ástćđan heldur líf og limir íslenskra sendiráđsstarfsmanna.
Hvers vegna var ţessara atvika ekki getiđ ţegar lokunin var tilkynnt? Hver er skýringin á ţví ađ Rússar hafi valiđ sem skotmark litla Ísland?
Hér ađ öllum líkindum fariđ međ ýkjur ef ekki hrein ósannindi. Ţađ eykur ekki trúverđugleikann ađ núverandi utanríkisráđherra, Ţorgerđur Katrín, styđji í véfréttastil frásögn Ţórdísar Kolbrúnar.
Ísland situr uppi međ ţá skömm ađ hafa eitt ţjóđríkja lokađ sendiráđi sínu í Moskvu međ ţeirri röksemd ađ Úkraína og Rússland eigi í átökum. Ákvörđun sem einn ráđherra tók án umrćđu.
Nćr vćri ađ Ţórdís Kolbrún bćđist opinberlega afsökunar ađ hafa hlaupiđ á sig, látiđ tilfinningar ráđa en ekki ígrundun á ţjóđarhagsmunum. Verkefni sitjandi utanríkisráđherra er ađ biđja um gott veđur í Moskvu og útskýra ađ sökum mannfćđar á Íslandi veljist stundum til forystu fólk sem ekki kann háttu og siđu á alţjóđavísu.
![]() |
Starfsfólki sendiráđsins í Moskvu var ógnađ |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (4)