Tvöfalt siðgæði Sigríðar Daggar, skattsvik eru einkamál

Sigríður Dögg formaður Blaðamannafélagsins fékk fyrirframgreidd laun, líkt og framkvæmdastjórinn, Hjálmar Jónsson, hafði fengið. Sigríður Dögg notar fyrirframgreiðslu launa til að hirða æruna af Hjálmari. Tvöfalt síðgæði í sinni tærustu mynd.

Hjálmar hafði unnið sér til óhelgi að gagnrýna að sitjandi formaður Blaðamannafélagsins væri uppvís að skattsvikum og neitaði að gera grein fyrir málavöxtu. Í byrjun árs sagði Hjálmar:

Ég tel for­mann­inn ekki starfi sínu vax­inn og ég tel held­ur ekki að fólk sem hef­ur ekki hrein­an skjöld í fjár­mál­um og gef­ur ekki skýr­ing­ar í þeim efn­um eigi að vera í for­svari fyr­ir fé­lag eins og Blaðamanna­fé­lag Íslands sem stend­ur fyr­ir gildi op­inn­ar og lýðræðis­legr­ar umræðu.

Sigríður Dögg fór í ótímabundið leyfi frá RÚV, þar sem hún var fréttamaður, eftir að fréttist um skattsvikin. En hún sat sem fastast sem formaður heildarsamtaka blaðamanna.

Skattsvikin eru mitt einkamál, segir formaðurinn og þar við situr.

Blaðamenn og viðmælendur þeirra vítt og breitt í samfélaginu hljóta að taka formanninn á orðinu og hafna allri umfjöllun um skattsvik. Þau eru einkamál skattsvikara.

 

 

 


mbl.is Segir skýrsluna merki um vanþekkingu á rekstri BÍ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband