Jóhannes uppljóstrari: þarf að passa mig og vera edrú

Þrír fulltrúar frá embætti héraðssaksóknara fóru nýverið til London og tóku skýrslu af Jóhannesi Stefánssyni uppljóstrara í Namibíumálinu. Málið gengur út á ásakanir Jóhannesar og RSK-miðla að Samherji hafi stundað mútugjafir í Afríkuríkinu um miðjan síðasta áratug. Kveiksþáttur á RÚV í nóvember 2019 hratt málinu af stað. Stundin og Kjarninn, nú Heimildin, fylgdu málinu eftir og, auðvitað, héraðssaksóknari. Skýrslutakan í London gefur til kynna að líði að málalokum, með ákæru eða niðurfellingu.

Namibíumálið stendur og fellur með framburði Jóhannesar Stefánssonar sem var stöðvarstjóri Samherja í Namibíu. Jóhannes er tengdur fjölskylduböndum inn í fyrirtækið. Hann og fyrrum eiginkona Þorsteins Más forstjóra eru systkinabörn. Jóhannes var rekinn frá fyrirtækinu 2016 vegna óreglu. Þremur árum síðar hóf hann samvinnu RSK-miðla um að ásaka Samherja, og í leiðinni sjálfan sig, um mútugjafir þar syðra til að fá veiðirétt i landhelgi Namibíu. Engar sannanir hefur uppljóstrarinn lagt fram, aðeins ásakanir.

RSK-miðlar með ríkisfjölmiðilinn í fararbroddi fela skipulega orðsporið sem fer af Jóhannesi sem ógæfumanni. Nýverið sagði namibískt dagblað að Jóhannes væri eiturlyfjafíkill og ómarktækur eftir því. Tölvupóstur sem Jóhannes skrifaði í október 2014 til vinar síns staðfestir að hann átti bæði í vandræðum með drykkju og efni í nös. Tölvupósturinn hefur ekki birst áður, jafnvel þó blaðamenn RÚV og Heimildarinnar hafi haft hann undir höndum. RSK-miðlar stinga undir stól upplýsingum sem falla ekki að myndinni sem þeir draga upp, að Jóhannes sé trúverðug heimild. Tölvupósturinn er svohljóðandi í heild:

08.10.2014 kl. 09:17, JS: Sælir, hvernig gengur. Búið að vera jákvætt hérna og ljóst að maður þarf að passa sig og vera edrú. Traustið er mikið hérna og menn vilja byggja enn frekari upp í Namibíu. Ingvar talaði við mig um málið í Cape Town og ég sagði honum að ég hafi tekið nokkrar stikkprufur en væri hættur. Væru bara töfftímar sem að maður væri að ganga í gegnum. Hann skildi það vel og ekkert mál.

Jóhannes þarf að passa sig að vera edrú en leyfði sér að taka ,,nokkrar stikkprufur". Slíkar prufur eru duft en ekki drykkur. Samt væri Jóhannes ,,hættur". Hann hætti vitanlega ekki og hélt áfram líferni sem fer ekki saman við heilbrigða dómgreind. DV sagði frá stjórnlausri kókaínneyslu og öðru miður fallegu í aðdraganda þess að Jóhannes keyrði sjálfan sig og Samherja í þrot í Namibíu.

Þrotamaðurinn Jóhannes gerði, þremur árum eftir brottrekstur með skömm, bandalag við Helga Seljan, Þóru Arnórsdóttur, Aðalstein Kjartansson og Þórð Snæ Júlíusson um að þau myndu endurreisa orðspor hans og æru, gera fíkil að uppljóstrara. Í staðinn níddi Jóhannes skóinn af Samherja sem hann fékk vinnu hjá sökum fjölskyldutengsla. Eftir Namibíumálið sneru blaðamennirnir sér að andlega veikri konu og úr varð byrlunar- og símamálið.

Jóhannes er ógæfumaður. Orðin sem eiga við blaðamennina eru ekki prenthæf. 

 

 


Bloggfærslur 21. október 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband