Sunnudagur, 17. september 2023
Sigríđur Dögg: um 100 m.kr. leigutekjur
Fréttamađur RÚV og formađur Blađamannafélags Íslands, Sigríđur Dögg Auđunsdóttir, leigđi út fjórar íbúđir á Suđurgötu 8 í miđborg Reykjavíkur. Leigusalan fór í gegnum Airbnb útleiguna. Samtals voru 8 svefnherbergi í íbúđunum fjórum međ svefnplássi fyrir 28 manns. Starfsemin á Suđurgötu líktist meira gistiheimilarekstri en íbúđaleigu.
Sigríđur Dögg játađi skattsvik vegna útleigu í fćrslu á Facebook á mánudag. Síđan hefur fréttamađur RÚV og formađur stéttafélags blađamanna neitađ ađ tjá sig um máliđ í fjölmiđlum.
Sigríđur Dögg var sjálf skráđ fyrir íbúđunum á Suđurgötu 8, ekki eiginmađur hennar. Samkvćmt tilfallandi gögnum var heildarleiga fyrir sólarhringsleigu á íbúđunum, miđađ viđ fulla nýtingu, um 1000 bandaríkjadalir eđa um 135 ţúsund krónur.
Leigutekjur Sigríđar Daggar má áćtla ađ hafi veriđ um 4 milljónir kr. á mánuđi, 40 til 50 milljónir kr. á ári. Starfsemin var ólögleg og ekkert var gefiđ upp til skatts. Útleiga í miđbć Reykjavíkur er ábatasömu og gera má ráđ fyrir góđri nýtingu á íbúđunum fjórum.
Upp komst um skattsvik fréttamannsins ţegar skattrannsóknastjóri knúđi fram upplýsingar um ólöglega útleigu Íslendinga í gegnum Airbnb-bókunarkerfiđ. Upplýsingarnar náđu til áranna 2015-2018. Skattrannsóknarstjóri fékk upplýsingar frá Airbnb á Írlandi voriđ 2021.
Hafi Sigríđur Dögg veriđ međ íbúđirnar á Suđurgötu í svartri útleigu öll fjögur árin vantaldi hún til skatts fjárhćđ er nemur um eđa yfir 100 milljónir króna.
![]() |
Formađurinn tjáir sig ekki frekar um skattamálin |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Dćgurmál | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (6)