Ţjóđhyggju berst liđsauki frá vinstrimönnum

Alţjóđavćtt heimsţorp veit ekki á huggulegt heimilislíf, segir íslenskt lista- og menningarfólk í vaxandi mćli. Nokkuđ kvađ viđ annan tón árin eftir hrun ţegar menningarelítan og vinstrimenn, međ heiđarlegum undantekningum, vildu alţjóđavćđa Ísland međ ESB-ađild.

María Sólrún leikstjóri og handritshöfundur ber áhyggjur yfir ,,alţjóđ­lega póli­tíska vanda­máli sem yfir­taka streym­isveitna hefur und­an­fariđ haft međ í för međ sér um allan heim." Síđar í sömu Kjarnagrein rćđir María Sólrún Listaháskóla Íslands og segir: ,,Varla getur mein­ingin veriđ sú ađ rándýr mennt­un, sem skól­inn býđur uppá, ţjóni fyrst og fremst ţeim til­gangi ađ skapa ódýrt vinnu­afl fyrir erlend gróđa­fyr­ir­tćki?"

Ađ breyttu breytanda eru áhyggjur Maríu Sólrúnar ţćr sömu og Egill Helgason sjónvarpsmađur og fleiri viđruđu fyrir ţremur árum um ađ ríkiđ keypti auglýsingar hjá alţjóđlegum samfélagsmiđlum fremur en íslenskum fjölmiđlum.

Íslenskum menningarfrömuđum finnst lítt spennandi framtíđarsýn ađ verđa lítil skrúfa í gangverki alţjóđamenningarinnar. Viđ viljum fást viđ íslenskan veruleika á okkar forsendum, segja andans verkamenn á Fróni. Til skamms tíma fannst andans vinstrimönnum ákjósanlegt ađ Ísland allt yrđi lítiđ tannhjól í ógnarstóru úrverki Evrópusambandsins.

Ţriđja atriđiđ sem vekur andúđ vinstrimanna á alţjóđavćđingunni snýst ekki menningarmál eđa fjölmiđlum. Ţór Saari fyrrum ţingmađur skrifar ádrepu um ferđaţjónustuna og segir:

Ţessi iđnađarferđamennska hefur svo gert miđborg Reykjavíkur ađ menningarlegri eyđimörk fyrir Íslendinga, hvort sem um er ađ rćđa góđviđrisdaga á sumrin eđa jóla- og áramótastemningu. Miđborg Reykjavíkur er bara ekki lengur sá menningarlegi og félagslegi samkomustađur sem miđborg höfuđborgar ríkis á ađ vera, heldur risastór matarsjoppuhöll međ endalausum röđum af lundabúđum, gistihúsum og skyndibitastöđum, mönnuđum međ erlendu starfsfólki sem fćr lúsarlaun. Ađ heyra íslensku er undantekning. „Klúr sjoppuvćdd Selfie/Instagram menning“ eins og einn sagđi.

Ţjóđhyggja er ađ búa ađ sinu, áskilja sér rétt til ađ iđka menningu og stjórnmál á eigin forsendum. Ađ ţessu leyti er ţjóđhyggja pólitískt framhald einstaklingshyggju og íhaldssömu fremur en frjálslynd. Andstađa viđ alţjóđahyggju, tekur vara á fjölmenningu.

Vinstra frjálslyndiđ gerist íhaldssamt. Kristrún, vonarstjarnan í Samfylkingunni, var líka sjálfstćđiskona ţartil fyrir skemmstu. Bjarni formađur ţakkađi henni störf í skólanefnd Garđabćjar í formannsrćđu á landsfundi í haust.

Seint fatta sumir en fatta ţó. 


Bloggfćrslur 7. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband