Skriðdreka til bjargar fjárfestingunni í Úkraínu

Úkraínustríðið gengur hægt fyrir sig. Rússar ráða suðurhluta landsins og stærstum hluta Donbasshéraðanna í austri. Vesturlönd fjárfesta bæði pólitískt og efnahagslega í Úkraínu og sjá fram á að tapa fjárfestingunni, haldi fram sem horfir, að vígstaðan snúist hægt en örugglega Úkraínu í óhag.

Við megum ekki leyfa Rússum að sigra, segir Stoltenberg framkvæmdastjóri Nató í þýsku sjónvarpi til að þrýsta á Þjóðverja að senda skriðdreka í austurveg.

Skriðdrekar, hvort heldur þýskir eða amerískir, eru ekki líklegir til að valda hamingjuskiptum milli Rússa og Úkraínumanna. Rússar búa sig undir langt stríð og munu þola ágang vestrænna skriðdreka á víglínuna.

Stigmögnun átaka er víxlverkun. Er annar stríðsaðilinn bætir stöðu sína er hinn knúinn til að svara. Eftir að Úkraínumenn sprengdu Kerch-brú til Krím frá meginlandinu hófu Rússar árásir á innviði í Úkraínu. Stigmögnun tekur á sig fjölbreytta mynd. Endastöð stigmögnunar í Úkraínu er þekkt.

Rússland er kjarnorkuveldi, sem og, auðvitað, vesturlönd.

Rússland verður að skilja að aldrei er hægt að sigra í kjarnorkustríði, segir framkvæmdastjóri Nató. Bandaríkjamenn á hinn bóginn vita af reynslu að kjarnavopn knýja fram úrslit. Að sama skapi vita Japanir að tvær kjarnorkusprengjur eru meira en nóg til að tapa stríði.

 

 


mbl.is Biðja Þjóðverja um leyfi til að senda skriðdreka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. janúar 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband