Sunnudagur, 7. ágúst 2022
Réttindi, hópar og bágindi
Dökkhærðir eru án réttinda. Þeir sem eru 175 sm á hæð búa ekki við réttindi. Frímerkjasafnarar eru réttindalausir. Fólk með hægðatregðu nýtur ekki réttinda. Karlar með risvanda eru fullkomlega réttindalausir.
Þegar grannt er skoðað er ógrynni minnihlutahópa í samfélaginu án réttinda.
En allir njóta mannréttinda til að skilgreina sig á hvað veg sem vera skal og stofna til félagsskapar um hvaðeina.
Krafan um að tilteknir hópar eigi að njóta réttinda slær tvennu saman sem í grunninn er ólíkt. Í fyrsta lagi mannréttindum sem fá viðurkenningu í framhaldi af tveim byltingum á 18. öld, þeirri amerísku og frönsku. Í öðru lagi velferðarþjónustu við þá sem eiga bágt en það er 19. og 20. aldar þróun.
Með því að slá þessu tvennu saman, mannréttindum og velferðarþjónustu, verður til hvati að fólk stofni hópa og auglýsi bágindi sín til að fá opinbera framfærslu og/eða atbeina ríkisvaldsins að ná fram breytingum á samfélaginu í þágu hópsins.
Þeir sem eiga raunverulega bágt líða fyrir þegar fullfrískir lýsa sig jaðarhóp og heimta velferðarþjónustu.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)