Kissinger trompar Selenskí

Sókn Rússa ţyngist í austurhéruđum Úkraínu. ,,Game over" fyrir Úkraínu ef ţetta heldur áfram, segir bandarískur herforingi á CNN. Predikun Kissinger yfir alţjóđaelítunni Davos heggur í sama knérunn og nýlegur leiđari í New York Times: Úkraína verđur ađ kaupa friđ viđ Rússa međ afsali á landi.

Biden-stjórnin óttast ađ Úkraína verđi evrópskt Afganistan. Niđurlćgjandi ósigur bandalagsríkis selur ekki vel í Bandaríkjunum. Ţađ gćti riđiđ Demókrötum ađ fullu í ţingkosningum í nóvember. 

Eftir útspil Kissinger og kó eykst ţeim ásmegin í Evrópu sem vilja koma í veg fyrir úkraínskćttađa efnahagskreppu í álfunni. Ţrýstingurinn á stjórnina í Kćnugarđi ađ biđja um samninga minnkar ekki á nćstunni.

Meiniđ er ađ Selenskí forseti er ekki í stöđu ađ kaupa friđ međ landaafsali. Úkraína býr viđ óstöđugt stjórnarfar, síđast 2014 var ţar stjórnarbylting, og eftirgjöf á landi gćti leitt til byltingarástands. Viđbrögđ skrifstofu forsetans viđ hugmyndinni eru vart prenthćf.

Pólverjar ku hafa sent tvćr herdeildir til Úkraínu en hlýtt er á milli Varsjár og Kćnugarđs um ţessar mundir. Pólverjar gera sér hugmyndir um ađ fá Galisíu, vesturhluta Úkraínu, sem einu sinni var pólskt land. Selenskí forseti sér möguleika ađ hermenn frá Nató-ríkinu Póllandi gćtu leitt til frekari íhlutunar hernađarbandalagsins. Langsótt og örvćntingarfullt.

Hvít-Rússar vita af ágirnd Pólverja á úkraínsku landi. Ţeir gćtu fengiđ áhuga ađ taka sér bita af norđurhluta Úkraínu ţegar Selenskí forseti falbýđur land nágrönnum í vestri. Hvít-Rússar eru í bandalagi viđ Rússa og fengju leyfi frá Moskvu, ef ekki hvatningu, ađ nema land međ soldátum.

Úkraína gćti veriđ komin á brunaútsölu fyrr en varir. 


mbl.is Segir Úkraínu eiga ađ afsala sér landsvćđi
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 26. maí 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband