Fimmtudagur, 19. maí 2022
Blaðamenn sameinast um óheiðarleika
Lygari til leigu, sögðu blaðamenn hér áður um almannatengla. Á þeim tíma var faglegur metnaður blaðamanna að segja fréttir byggðar á staðreyndum og traustum heimildum. Almannatenglar voru í hinu liðinu; drógu fjöður yfir sannleikann og sögðu ekki nema hálfa söguna.
Nú er öldin önnur. Blaðamenn verðlauna glæpi. Tilgangur glæpanna er að hanna frásögn í þágu hagsmuna. Sannindi eru aukaatriði, pólitísk málafylgja aðalatriði. Blaðamenn eru á flótta undan réttvísinni, neita að mæta til yfirheyrslu hjá lögreglunni sem rannsakar sakamál þar sem a.m.k 4 blaðamenn eru sakborningar.
,,Blaða- og fréttamenn þurfa að þétta raðirnar og standa saman gegn þeim ógnum sem steðja að stéttinni," segir annar tveggja formanna í blaðamannafélögum sem nú sameinast.
Það á að þétta raðirnar um óheiðarleika og lögbrot. Blaðamenn standi saman gegn réttarríkinu.
Ekki einu sinni almannatenglum dytti í hug lífslygin sem blaðamenn hafa gert að sinni.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)