Laugardagur, 16. apríl 2022
Musk, Twitter og endurkoma Trump
Twitter-miðillinn er, með réttu eða röngu, talinn mikilvægasti samskiptamiðill nútímans. Yfirlýst markmið Elon Musk er að kaupa Twitter og hætta ritskoðun sem yfirstjórn miðilsins stundar.
Tucker Carlson ræðir viðbrögð við yfirtökutilboði Musk og kemst að þeirri niðurstöðu að vinstrimenn og frjálslyndir eru helstu andstæðingarnir. Skoðanafrelsi verður að víkja fyrir lýðræðinu, er viðkvæðið. Nokkuð undarleg skoðun á lýðræðinu, óneitanlega. En þetta er borið á borð þar vestra sem gild röksemd.
Frægasta ritskoðun Twitter er frá 8. janúar 2021. Þá var forseti Bandaríkjanna 2016-2020 Donald Trump bannaður á Twitter. Of hættulegur lýðræðinu.
Ef Musk kaupir Twitter og hættir ritskoðun er Trump kominn með verkfærið sem nýttist honum best til að ná forsetakjöri.
En, sem sagt, lýðræðinu verður að bjarga með ritskoðun. Aftur fer pólitískur rétttrúnaður svo fjarska vel saman lýðræðinu. Eins og dæmin sanna.
![]() |
Stjórn Twitter grípur til varna gegn Musk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)