20 ára svindl Samfylkingar endurtekið

Haustið 2002 efndi Samfylkingin til innanflokkskosninga um þessa spurningu:  „Á það að vera stefna Samfylkingarinnar að Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín, fari fram á viðræður um aðild að Evrópusambandinu og að hugsanlegur samningur verði síðan lagður fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar?"

Skrifstofa Samfylkingar gerði flokkshesta út af örkinni með þessa spurningu til skráðra flokksfélaga. Um þriðjungur flokksmanna hafði fyrir því að svara. 

Sjö árum síðar, sumarið 2009, knúði ríkisstjórn Jóhönnu Sig. fram þingmeirihluta fyrir aðildarumsókn að Evrópusambandinu á grunni þessa veika umboðs. Samfylkingin efndi aldrei þennan hluta: ,,Íslendingar skilgreini samningsmarkmið sín." Hvorki gerði flokkurinn það né ríkisvaldið þegar það laut forræði Samfylkingar.

Og einmitt vegna þess að samningsmarkmiðin voru aldrei skilgreind gekk hvorki né rak með aðildarviðræður. Umsóknin dagaði uppi áramótin 2012/013.

Nú skal leikurinn endurtekinn. Í þetta sinn með Viðreisn og Pírata sem ábekinga.

Til að eiga minnstu von að ná árangri að sannfæra þjóðina um ágæti ESB-aðilar þarf að keyra sama prógrammið þrennar eða fernar kosningar og halda málefninu á lofti í almennri umræðu á milli kosninga. Með umboð kjósenda í almennum þingkosningum væri hægt að hnika málinu áfram. Skæruliðahernaður í þágu ESB-aðildar gerir það eitt að auglýsa tækifærismennskuna að baki.

ESB-sinnar eru einfaldlega ekki nógu sannfærðir sjálfir um skynsemi ESB-aðildar til að þeir nenni að ræða málefnið nema sem upphrópun. Núna halda þeir að ESB-aðild trekki, þegar Evrópa stendur í ljósum logum stríðsátaka. Þetta er svo vitlaust að maður hálf vorkennir vinstri vesalingunum. Aðeins pólitískum fáráðlingum dettur í hug að Íslendingar samþykki það samningsmarkið í viðræðum við Brussel að fá aðild að Evrópuhernum sem er í bígerð

Í síðustu vegferð vinstri hjarðarinnar gekk allt út á að Íslendingar skyldu fá stórkostlegar undanþágur frá meginsáttmálum Evrópusambandsins. Stjórn Jóhönnu Sig. sótti í raun ekki um aðild að ESB heldur um undanþágur frá aðildarskilmálum. Vinstristjórnin stóð fyrir bjölluati í Brussel en ekki heildsteyptri umsókn um aðild að Evrópusambandinu.

ESB-sinnar hafa ekkert lært frá niðurlægingunni 2012/2013 er þriggja ára bjölluati lauk og umsóknin frá 2009 fór ofan í skúffu. 


mbl.is Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 22. mars 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband