Miðvikudagur, 16. mars 2022
Byrlun og stuldur RÚV: staða sakborninga
Mannréttindadómstóll Evrópu styður aðferðafræði lögreglunnar á Akureyri sem boðaði blaðamenn RÚV, Kjarnans og Stundarinnar til yfirheyrslu vegna byrlunar á Páli skipstjóra Steingrímssyni og gagnastuldi.
Dómari á Akureyri, eiginkona Loga formanns Samfylkingar, úrskurðaði fyrir tveim vikum að ekki mætti boða blaðamennina í yfirheyrslu sem sakborninga.
Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) er á annarri skoðun en eyfirski dómarinn. Í viðtengdri frétt um mál Bjarka Diego segir:
Hafði Bjarki verið boðaður í yfirheyrslu og var greint frá því að hann væri með stöðu vitnis, en síðar kom í ljós að sími hans var á sama tíma hleraður og voru endurrit af símtölum notuð í málinu. Fékk hann við næstu yfirheyrslu stöðu sakbornings, en MDE taldi að hann hefði átt að fá þá réttarstöðu strax miðað við að sími hans væri hleraður.
Líkt og í mál Bjarka er lögreglan með símagögn, símtöl og tölvupósta, sem eindregið benda til sektar blaðamanna RÚV, Kjarnans og Stundarinnar. Eðlilegt er að boða Aðalstein, Þórð Snæ, Þóru, Helga og Rakel til yfirheyrslu sem sakborninga en ekki vitni. Dómaframkvæmd MDE staðfestir þann framgangsmáta.
Úrskurður eiginkonu Loga formanns er til endurskoðunar hjá landsrétti.
![]() |
Ánægjuleg niðurstaða sem kemur ekki á óvart |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)