Pútín tekur fyrstu sneiđina af Úkraínu

Obama, ţáverandi Bandaríkjaforseti, sagđi voriđ 2014, fyrir átta árum, ađ Rússland vćri miđlungsríki sem hefđi nokkur áhrif í nćsta nágrenni en vćri búiđ ađ vera sem stórveldi. Núna biđur Biden Bandaríkjaforseti um fund međ Pútín til ađ forđa Evrópu, og heiminum öllum, frá stórstyrjöld. Biden er áhorfandi ađ atburđarás ţar sem Pútín rćđur framvindunni. Enda frestađi Pútín fundinum.

Ef Rússland vćri miđlungsríki, eins og Frakkland og Ţýskaland, ţyrfti ekkert ađ rćđa viđ Pútín. Honum yrđi einfaldlega sagt ađ hypja sig annars hlyti hann verra af. En ţađ er öđru nćr. Pútín tók tvö austurhéruđ Úkraínu í gćr, yfirleitt kölluđ Donbass, og vantar ađeins önnur tvö til til ađ ná landtengingu viđ Krímskaga sem hann hirti af Úkraínu fyrir átta árum - ţegar Obama sagđi Rússland miđlungsríki.

Pútin tók viđ völdum í Rússlandi um aldamótin. Í tuttugu ár hefur hann undirbúiđ ađ Rússland fái á ný viđurkenningu sem stórveldi. Hann sigrađi Bandaríkin í Sýrlandi 2016, međ ţví ađ styđja Assad forseta gegn uppreisnarmönnum studdum af vesturlöndum.

Bandaríkin urđu fyrir hrakförum í Írak 2003-2010 og niđurlćgingu í Afganistan á síđasta ári eftir lengsta stríđ í sögu Bandaríkjanna. Ţótt Bandaríkin séu enn risaveldi taka hörmungar síđustu áratuga sinn toll af pólitísku ţreki og valdaásýnd. Risinn í vestri veit ekki sínu viti í utanríkismálum (innanríkismálum ekki heldur) og er óstöđugur í framgöngu.

Pútín lítur svo á ađ Úkraínudeilan snúist um ađ vesturveldin taki tillit til öryggissjónarmiđa Rússlands. Frá lokum kalda stríđsins er stöđug útţensla í austurátt af hálfu Nató og ESB međ bandarískum stuđningi.

Eftir lok kalda stríđsins stćkkuđu Bandaríkin og vesturveldin Nató til ađ ţrengja ađ Rússum. Ţegar áriđ 1994 var Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu og Ungverjalandi bođin ađild. Ţessi ríki höfđu veriđ í Varsjárbandalagi Sovétríkjanna. Tíu árum síđar var Eystrasaltslöndum bođin innganga. Ţau höfđu veriđ hluti Sovétríkjanna.

Rússum var ţvert um geđ ađ nćstu nágrannar sínir í vestri yrđu ađilar ađ hernađarbandalagi stefnt gegn sér. Ţegar innlimun Úkraínu og Georgíu í Nató kom til tals ţegar leiđ á fyrsta áratug aldarinnar sögđu Rússar og Pútín njet, hingađ og ekki lengra.

Síđan hefur veriđ Úkraínudeila, mismikiđ í fréttum ţó. Vesturveldin steyptu af stóli Jakúsjenkó forseta Úkraínu áriđ 2014. Hann ţótti of vinveittur Rússum. Í framhaldi tóku Rússar Krímskaga af Úkraínu, sem fékk skagann gefins frá Krútsjoff á sovéttímanum. Uppreisnarmenn hliđhollir Rússum tóku völdin í austurhéruđum Úkraínu, Donbass. Núna verđa ţau innlimuđ í Rússland. Líklega er ţađ ađeins byrjunin. 

Vesturlönd gerđu mistök eftir sigurinn í kalda stríđinu. Í stađ ţess ađ efla vináttu, viđskipti og menningarsamskipti fóru vesturlönd ţá leiđ ađ viđhalda Rússagrýlunni frá kalda stríđinu. Mistökin stafa af drambi, sem er falli nćst.

Hnignun vesturveldanna er auđsć. Bandaríkin, ESB og Nató hafa gefiđ út ađ ţau munu ekki styđja Úkraínu í hernađi. Eftir hrakfarir í miđausturlöndum og Afganistan eru vesturlönd vanmáttug. Pútín er kominn međ kínverskt skotleyfi á Úkraínu. Ţurfti ađeins ađ hinkra fram yfir Ólympíuleikana í Peking.

Miđlungsríkiđ Rússland teiknar upp ný landamćri í Austur-Evrópu. Vesturlönd hóta viđskiptaţvingunum en geta samt ekki veriđ án rússneskrar orku. Sum stríđ eru töpuđ fyrirfram.     


mbl.is Pútín viđurkennir sjálfstćđi svćđanna
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 22. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband