Doddi blaðamaður beittur kynferðisofbeldi?

Þórður Snær Júlíusson, meintur ritstjóri Kjarnans, er einn grunaðra í lögreglurannsókn á eitrun Páls skipstjóra Steingrímssonar og gagnastuldi. Þegar tilfallandi athugasemdir hófu umfjöllun um málið sl. haust skrifaði Þórður Snær, yfirleitt kallaður Doddi, grein í Kjarnann undir fyrirsögninni Glæpur i höfði Páls Vilhjálmssonar. Þar segir m.a.

Eng­inn frá þeim fjöl­miðlum [þ.e. Kjarnanum og Stundinni]sem komu að umræddri umfjöllun hafa verið kall­aðir til yfir­heyrslu vegna þeirrar kæru [Páls skipstjóra], líkt og Páll [Vilhjálmsson] heldur fram. Eng­inn frétta­maður eða yfir­maður hjá RÚV – sem tók engan þátt í umfjöll­un­inni – hefur heldur verið yfir­heyrður sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans.

Þetta skrifaði sem sagt Doddi blaðamaður 11. nóvember sl. Í dag liggur fyrir að Doddi sjálfur sætir stöðu sakbornings í lögreglurannsókninni. Annar blaðamaður á Kjarnanum er með sömu stöðu, líka Aðalsteinn á Stundinni og sömuleiðis Þóra á RÚV.

Allt sem Doddi sagði rangt í nóvember eru staðfest sannindi í febrúar. Veruleikinn á það til að taka menn svo rækilega í þurra görnina að þeir bíða þess ekki bætur. Doddi hlýtur að ganga með vaselínkrukku á sér það sem eftir lifir ævinnar.

Veruleikinn hefur riðið Dodda á slig. Æmtir hann þó enn. Í Kjarnanum í gær hræði hann saman  nokkrum samsæriskenningum, væntanlega með leyfi Þóru, um að vera fórnarlamb ,,stafræns kynferðisofbeldis". 

Doddi er kominn í slík öngstræti að hann ákallar femínista sér til bjargar. Þær femínísku eru aumingjagóðar og reka sérstakar öfgasveitir í þágu þolenda. En þær gagnast Dodda lítið þegar veruleikinn þröngvar sér inn. Doddi stundar sjálfslimlestingar en kennir öðrum um þegar hann er hart leikinn. Sjálfskaparvítin eru verst.  

 


Bloggfærslur 19. febrúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband