Laugardagur, 19. febrúar 2022
Doddi blaðamaður beittur kynferðisofbeldi?
Þórður Snær Júlíusson, meintur ritstjóri Kjarnans, er einn grunaðra í lögreglurannsókn á eitrun Páls skipstjóra Steingrímssonar og gagnastuldi. Þegar tilfallandi athugasemdir hófu umfjöllun um málið sl. haust skrifaði Þórður Snær, yfirleitt kallaður Doddi, grein í Kjarnann undir fyrirsögninni Glæpur i höfði Páls Vilhjálmssonar. Þar segir m.a.
Enginn frá þeim fjölmiðlum [þ.e. Kjarnanum og Stundinni]sem komu að umræddri umfjöllun hafa verið kallaðir til yfirheyrslu vegna þeirrar kæru [Páls skipstjóra], líkt og Páll [Vilhjálmsson] heldur fram. Enginn fréttamaður eða yfirmaður hjá RÚV sem tók engan þátt í umfjölluninni hefur heldur verið yfirheyrður samkvæmt upplýsingum Kjarnans.
Þetta skrifaði sem sagt Doddi blaðamaður 11. nóvember sl. Í dag liggur fyrir að Doddi sjálfur sætir stöðu sakbornings í lögreglurannsókninni. Annar blaðamaður á Kjarnanum er með sömu stöðu, líka Aðalsteinn á Stundinni og sömuleiðis Þóra á RÚV.
Allt sem Doddi sagði rangt í nóvember eru staðfest sannindi í febrúar. Veruleikinn á það til að taka menn svo rækilega í þurra görnina að þeir bíða þess ekki bætur. Doddi hlýtur að ganga með vaselínkrukku á sér það sem eftir lifir ævinnar.
Veruleikinn hefur riðið Dodda á slig. Æmtir hann þó enn. Í Kjarnanum í gær hræði hann saman nokkrum samsæriskenningum, væntanlega með leyfi Þóru, um að vera fórnarlamb ,,stafræns kynferðisofbeldis".
Doddi er kominn í slík öngstræti að hann ákallar femínista sér til bjargar. Þær femínísku eru aumingjagóðar og reka sérstakar öfgasveitir í þágu þolenda. En þær gagnast Dodda lítið þegar veruleikinn þröngvar sér inn. Doddi stundar sjálfslimlestingar en kennir öðrum um þegar hann er hart leikinn. Sjálfskaparvítin eru verst.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)