Ímyndin um einn heim vestrćnan

Úkraínustríđiđ gerir margan meintan hernađarandstćđing herskáan. Andrés Ingi Jónsson, fyrrum vinstri grćnn og nú pírati, fullyrđir:

Afstađa ađ mér sýn­ist allr­ar Evr­ópu er mjög skýr; ađ ţetta stríđ Rússa gegn Úkraínu eigi ekki ađ líđast. Ég hef ekki heyrt einn ein­asta halda öđru fram, til dćm­is inni á Alţingi.

Vinstrimađur í eldri kantinum, ţjóđháttafrćđingurinn Árni Björnsson skrifar margtuggu um stríđ og kemst ađ ţessari niđurstöđu: ,,Pútín er lítiđ annađ en handbendi nýríkra rússneskra auđjöfra sem ágirnast međal annars auđlindir Úkraínu."

Einu sinni, ţegar Árni var ungur og Andrés ekki fćddur, héldu vinstrimenn á lofti valkostum viđ vestrćnan kapítalisma. Valkostirnir áttu ţađ sameiginlega stef ađ bođa friđ á jörđu, ásamt réttlćti og öđru fögru. Núna er stríđslystin öđrum kenndum yfirsterkari hjá vinstrimönnum.   

Evrópskir vinstrimenn eru í dag í sambćrilegri stöđu og ţeir voru fyrir fyrra stríđ. Í orđi kveđnu hlynntir friđi og fögrum heimi en láta auđveldlega sannfćrast um ađ vopnuđ átök séu betri en samningar.

Vestrćni meginstraumurinn, bćđi hćgri- og vinstrimenn, er ţjakađur af ímynd sem byggir á óskhyggju. Ímyndin er um einn heim vestrćnan. Í grunninn er ţetta 19. aldar hugmynd, sem nýlenduveldin ţróuđu međ sér. 

Járntjaldiđ sem skipti Evrópu í kalda stríđinu féll 1989-1991. Í vissum skilningi var álfunni kippt aftur um hundrađ ár, fyrir fyrri heimsstyrjöld og rússnesku byltinguna. 

Í ađdraganda fyrra stríđs var Evrópa margpóla. Frakkland, Bretland, Ţýskaland og Rússland gerđu öll stórveldistilkall, Austurríki-Ungverjaland og Ítalía einnig en af veikari mćtti. Á ţessum tíma voru Bandaríkin sofandi risi, skiptu sér ekki af utanríkispólitík gamla heimsins, nema ađ Evrópuríkjum var bannađ ađ seilast til áhrifa í vesturheimi skv. Monroe-yfirlýsingunni 1823.

Drögin ađ Úkraínustríđinu voru lögđ međ einhliđa útţenslu sigurvegara kalda stríđsins, Bandaríkjanna, ESB og Nató, inn í Austur-Evrópu sem hafđi veriđ viđurkennt áhrifasvćđi Sovétríkjanna/Rússlands eftir seinna stríđ. Engin knýjandi nauđsyn var á vestrćnni sókn í austur. En Rússland stóđ vel til höggs.

Lengi vel létu Rússar breytt valdahlutföll yfir sig ganga. Eftir fall Sovétríkjanna var Rússland veikt og ekki í neinum fćrum ađ halda forrćđi Austur-Evrópu. Rússland var á hinn bóginn ekki ţađ veikt og lítiđ ađ Bandaríkin/Nató/ESB gćtu međ góđu móti innbyrt landiđ međ Eystrasaltsríkjunum, Póllandi og öđru sovésku erfđagóssi. Rússland var í senn of lítiđ og of stórt til ađ falla ađ vestrćnni heimsmynd eftir kalda stríđiđ. En sigurvegararnir vildu sitt herfang, ţađ er gömul saga og ný.

Annađ tveggja hlaut ađ gerast í samskiptum vesturs og austurs. Í fyrsta lagi samningar milli ađila um gagnkvćma öryggishagsmuni. Vandinn viđ slíka samninga var, séđ frá vestrćnum sjónarhóli, ađ ţeir lyftu Rússlandi upp í stöđu stórveldis er stćđi jafnfćtis Bandaríkjunum/Nató/ESB. Ţađ vćri ekki í samrćmi viđ vestrćnan sigur í kalda stríđinu. 

Rússland er á hlutlćgan mćlikvarđa stórt á evrópska vísu í ţrennum skilningi: í landflćmi, íbúafjölda og fjölda kjarnorkuvopna. Ţegar Norđur-Ameríka og ESB eru lögđ saman er tómt mál ađ tala um jafnrćđi. Rússlandi er stórt andspćnis Evrópu en smátt í samburđi viđ bandalagiđ yfir Atlantsála.

Í öđru lagi óvináttu međ yfirgnćfandi líkum á stríđi. Sú leiđ varđ ofan á. Tímasetningin liggur fyrir. Á leiđtogafundi Nató-ríkjanna í Búkarest í Rúmeníu 3. apríl 2008 var gefin út sameiginleg yfirlýsing. Í 23. liđ yfirlýsingarinnar segir:

Nató fagnar vilja Úkraínu og Georgíu til samstarfs ţvert á Atlantshafiđ og ađildar ađ Nató. Viđ samţykkjum í dag ađ ţessi ríki verđi til framtíđar ađilar ađ Nató.

Rússar sögđu ítrekađ ađ Nató-ađild Úkraínu og Georgíu ógnađi öryggishagsmunum Rússlands. Á landakorti er Úkraína eins og skammbyssa beint ađ Moskvu. Í beinu framhaldi af Búkarestfundinum, gera Rússar innrás í Georgíu, í ágúst 2008, sem er lítiđ land og auđunniđ rússneskum herjum.

Úkraína er landmesta land Evrópu, utan Rússlands, og enginn hćgđarleikur ađ sigra ţađ, eins og raun hefur orđiđ á. Úkraína er t.d. 70% stćrra en Ţýskaland ađ landflćmi.

Ófriđurinn var ađeins glćđur sumariđ 2008 en blossađi upp í febrúar í ár. Í 14 ár var hćgt ađ koma í veg fyrir stríđ. Forsendan var ađ endurskođa Búkarest-yfirlýsinguna. Sigurvegarar kalda stríđsins töldu sig hafa öll ráđ Rússa í hendi sér og gáfu ekki ţumlung eftir. Vestrćnu afarkostirnir voru tveir, stríđ eđa rússnesk uppgjöf.

Ímyndin um einn heim vestrćnan eftir kalda stríđiđ var of sterk til ađ Bandaríkin/Nató/ESB stćđust mátiđ. Rússar hlutu, var viđkvćđiđ, ađ gefa eftir og selja bćđi Úkraínu og í framhaldi eigiđ fullveldi undir vestrćnt forrćđi. Ef ekki skyldu ţeir komast ađ ţví fullkeyptu.

Tvenn mistök eru í ţessum útreikningi. Seigla Rússa er meiri en búist var viđ. Ţá var reiknađ međ ađ Kína yrđi hlutlaus áhorfandi. Ráđamenn í Kína eru hvorki bernskir né ellićrir. Ţeir kunna sína sagnfrćđi. Eftir Rússland yrđi Kína á vestrćna matseđlinum. Međ Kína sem bakhjarl tókst Rússum ađ fá stuđning frá stórríkjum utan vesturlanda s.s. Brasilíu og Indlandi og áttu vinum ađ fagna í Afríku.

Vestrinu mistókst ađ selja Úkraínustríđiđ heimsbyggđinni sem baráttu milli góđs og ills í anda kalda stríđsins. Ţađ er stćrsta ósagđa fréttin sem mun líklega verđa afdrifaríkari en stríđiđ sjálft.

Vígvöllurinn á sléttum Garđaríkis iđar af sprengjuregni og blóđsúthellingum. Eina sem (nánast) hćgt er ađ slá föstu er ađ ekki verđi um snöggan sigur ađ rćđa, hvorki rússneskan né úkraínskan. Hćgfara hernađur veitir svigrúm viđrćđna, sem kannski leiđa til friđarsamninga innan tíđar. Stórt kannski ţađ.

Hvort sem stríđiđ fćr niđurstöđu međ afgerandi orustum eđa međ málamiđlun er ein ímynd sem ekki kemst ósködduđ frá hildarleiknum; sú um einn heim vestrćnan. Viđ búum í margpóla heimi, líkt og um aldamótin 1900. Stríđiđ í Garđaríki hefur ţegar leitt fram ţau sannindi, hvort sem Washington, Brussel, London, París og Berlín líkar ţađ betur eđa verr.

Sovétríkin, ólíkt flestum heimsveldum, voru friđsamlega bútuđ í sundur fyrir 30 árum. Međ ţeim fyrirvara ađ yfirstandandi Úkraínustríđ er bein afleiđing af sundurlimun heimskommúnismans. Í ţessu ljósi má gera sér vonir ađ vestrćn ríki horfist í augu viđ ţann fyrirsjáanleika ađ heimurinn verđur ekki vestrćnn í bráđ og temji sér meira hóf og minni hroka.

Vestrćna verkefniđ steytti á skeri á 21. öld í Afganistan, Írak, Líbýu, Sýrlandi og nú Úkraínu. Menn hljóta ađ sjá ađ ţađ er fullreynt. 19du aldar hugmyndina um vestrćna yfirburđi ţarf ađ endurskođa.  

 

 

 

 


mbl.is Skýr afstađa til stríđsins
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 19. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband