Raunsći í Úkraínu - og friđur?

Rússar yfirgefa vesturhluta Kherson-hérađs án ţess, ađ ţví er virđist, ađ Úkraínuher láti kné fylgja kviđi og geri árásir á rússneska herliđiđ ţegar ţađ hörfar. Herliđ á undanhaldi er ákjósanlegt skotmark. 

Yfirbragđiđ er ađ samiđ hafi veriđ um, á bakviđ tjöldin, ađ Rússar fengju ađ flytja herliđ og búnađ austur yfir ánna Dnepr. 

Undanhaldiđ er bćđi hernađarlegur og pólitískur ósigur Rússa. Vesturhluti Kherson var orđinn formlegur hluti Rússlands, međ ţjóđaratkvćđagreiđslu, en hafđi, vitanlega, veriđ úkraínskt land fyrir innrásina 24. febrúar.

Stórskotaliđsárásir Úkraínuhers á brýr og stífluvegi yfir Dnepr-ánna gerđu birgđaflutninga Rússa austur yfir ánna nćr ómögulega. Ţrátt fyrir ađ yfirgefa vesturhluta hérađsins halda Rússar enn landveg frá Rússlandi til Krímskaga.

Ef ţađ er svo ađ samiđ hafi veriđ um undanhald Rússa í Kherson gćti meira veriđ undir. Rússar hafa haldiđ ađ sér höndum međ árásir á rafmagnskerfi Úkraínu síđustu daga. Kerfiđ er komiđ ađ fótum fram. Frekari árásir gćtu gert úkraínskar stórborgir nćr óbyggilegar. Víst er ađ Rússar eiga nćgar eldflaugar og dróna til ađ reka smiđshöggiđ á eyđileggingu raforkukerfisins. En ţeir láta ţađ ógert í bili.

Á vesturlöndum gćtir vaxandi stríđsţreytu. Úkraínustríđiđ eykur efnahagsvanda í heiminum, sem háđur er úkraínsku og rússnesku korni ekki síđur en orku. Ţá er hćtta á stigmögnun, ađ fleiri ţjóđir dragist inn í stríđiđ og ađ kjarnorkuvopnum verđi beitt. Hvorugt er gott fyrir viđskipti og velmegun. 

Stjórn Selenskí forseta er á milli steins og sleggju. Stefnan er ađ gefa ekki eftir ţumlung af landi til Rússa og halda áfram stríđinu međ vestrćnum stuđningi. Rússar munu ekki hćtta hernađi nema rússneskumćlandi íbúar Úkraínu fái ađ sameinast móđurlandinu. Ţađ ţýđir breytt landamćri.

Ţađ er stál í stál en stríđsađilar virđast engu ađ síđur tala saman á bakviđ tjöldin, samanber skipulegt undanhald Rússa frá Kherson. Kannski sigrar raunsćiđ. Ţá er skammt í friđinn.

 


mbl.is Pútín mun ekki hitta Biden á Balí
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 11. nóvember 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband