Mánudagur, 3. janúar 2022
ESB deyjandi hugmynd, líka í Frakklandi
Frambjóðendur til forseta Frakklands keppast við að afneita Evrópusambandinu. Ekki aðeins þeir frambjóðendur sem koma frá meintu ,,öfgahægri." Fyrrum trúfastir ESB-sinnar hlaupast undan merkjum.
Michel Barnier, sem til skamms tíma sat í framkvæmdastjórn ESB, er orðinn hávær gagnrýnandi miðstjórnarvaldsins í Brussel og vill endurheimta dómsvaldið. Barnier er að svara eftirspurn eftir gagnrýni á ESB.
Þannig deyja hugmyndir, með eftirspurn eftir gagnrýni á kjarna þeirra. Samrunaþróun Evrópu átti sitt blómaskeið í alþjóðavæðingu eftirstríðsáranna. Hátindinum var náð um aldamót með sameiginlegum gjaldmiðli. Eftir það hefur hallað undan fæti.
Hugsjónin er kulnuð. Eftir stendur innantómt kerfið. Það hjarir um sinn. Kommúnisminn treindi líftóruna í tuttugu ár eftir vorið í Prag.
![]() |
Fáni Evrópusambandsins veldur deilum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)