ESB deyjandi hugmynd, líka í Frakklandi

Frambjóðendur til forseta Frakklands keppast við að afneita Evrópusambandinu. Ekki aðeins þeir frambjóðendur sem koma frá meintu ,,öfgahægri." Fyrrum trúfastir ESB-sinnar hlaupast undan merkjum.

Michel Barnier, sem til skamms tíma sat í framkvæmdastjórn ESB, er orðinn hávær gagnrýnandi miðstjórnarvaldsins í Brussel og vill endurheimta dómsvaldið. Barnier er að svara eftirspurn eftir gagnrýni á ESB.

Þannig deyja hugmyndir, með eftirspurn eftir gagnrýni á kjarna þeirra. Samrunaþróun Evrópu átti sitt blómaskeið í alþjóðavæðingu eftirstríðsáranna. Hátindinum var náð um aldamót með sameiginlegum gjaldmiðli. Eftir það hefur hallað undan fæti.

Hugsjónin er kulnuð. Eftir stendur innantómt kerfið. Það hjarir um sinn. Kommúnisminn treindi líftóruna í tuttugu ár eftir vorið í Prag.  


mbl.is Fáni Evrópusambandsins veldur deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Páll. Nú þegar sjálfskipuð orkukrísa ESB sverfur að hverri þjóð ESB og flóttafólki er troðið upp á þjóðirnar, þá eykst löngun þeirra í fullveldið aftur. Erfitt reynist að afhræra kókómaltið, þegar búið er að blanda það!

Ívar Pálsson, 3.1.2022 kl. 09:43

2 Smámynd: Jón Þórhallsson

Þó að ég sé ekki esb-sinni;

að þá ætti esb að einbeita sér bara að sameiginlegu MYNT-HAGKERFI;

en leyfa þjóðunum þar innandyra að ráða sínum innflytjenda

og tolla-málum sjálft.

Jón Þórhallsson, 3.1.2022 kl. 12:49

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Sannast þau gömlu ummæli,að engin veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2022 kl. 16:35

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón, gjaldmiðillinn er eitt af höfuðmeinunum. Ef menn bakka, þá ættu þeir að bakka aftur í tollabandalagið, sem reyndar var upphaflega hugsjónin, eða þannig var okkur seld þessi tilraun til glóbalisma.

Jón Steinar Ragnarsson, 3.1.2022 kl. 22:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband