Sunnudagur, 23. janúar 2022
Úkraína er Afganistan Evrópu
Stjórnin sem situr í Kiev og á að heita ríkisstjórn Úkraínu er í raun leppstjórn vesturveldanna. Án stuðnings frá Washington, Brussel, París og Berlín gæti Kiev-stjórnin ekki haldið velli.
Í austurhéruðum Úkraínu, Donbass-svæðinu, fara rússneskumælandi uppreisnarmenn með völdin.
Sitjandi ríkisstjórn í Kiev komst til valda eftir byltingu 2014 gegn þáverandi forseta Viktor Janúkóvíts sem flúði til Rússlands. Byltingin var studd af ESB og Bandaríkjunum. Í framhaldi tóku Rússar Krímskaga er hafði tilheyrt Úkraínu frá sjöunda áratug síðustu aldar þegar Krúsjeff þáverandi sovétleiðtogi ,,gaf" skagann sem fyrrum tilheyrði Rússlandi.
Utanríkisráðherra Breta óttast að sitjandi leppstjórn verði vikið frá völdum og önnur, hliðholl Rússum, komi í staðinn.
Í Kiev verður alltaf leppstjórn. Úkraína er þjóðríki sem stendur ekki undir eigin þyngd.
Þýski aðmírállinn Kay-Achim Schönbach segir upphátt það sem margir hugsa. Deila vesturveldanna og Rússa um Úkraínu er um keisarans skegg. Í stað þess að etja kappi við Rússa ættu vestræn ríki að gera Pútín að bandamanni.
Hvað Úkraínu varðar þýðir það sameiginleg leppstjórn vesturveldanna og Rússa. Góð hugmynd.
![]() |
Bretar segja Pútín ætla að koma á leppstjórn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)