2021: Framsókn til gamla Íslands

Framsóknarflokkurinn vann kosningasigur sl. haust, jók fylgið um 6,6 prósent. Aðeins tveir aðrir flokkar á alþingi bætti við sig, Flokkur fólksins og Viðreisn, báðir með innan við tvö prósent fylgisaukningu. Aðrir töpuðu.

Sigur Framsóknar breytti pólitískri orðræðu á Fróni, án þess að eftir því væri tekið. Um langan aldur var Framsókn tákn íhaldssemi, að ekki sé sagt afturhalds. 

Vinstriflokkar sáu í Framsókn kyrrstöðu, dreifbýlishyggju og tortryggni gagnvart því sem  kallast efnahagslegt og félagslegt frjálslyndi. Efnahagslegt frjálslyndi er frjálshyggja og félagslegt wokeismi. Tvenndin fer saman í alþjóðahyggju sem er í algerri andstöðu við þjóðhyggju Framsóknar.

Frjálslynda vinstrið er með böggum hildar eftir sigur Framsóknar. Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar segir í grein í Morgunblaðinu stærstu ,,heilsu­far­svá sam­tím­ans" vera geðheilbrigði. Yfirvarp Helgu Völu er alþjóðakófið frá Kína en það er íslenska framsóknarkófið sem hún óttast.

Draumur Helgu Völu um samstjórn Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar undir merkjum alþjóðlegs frjálslyndis varð að engu í haust. Varaáætlunin um alþjóðavædda vinstristjórn með Vinstri grænum, sósíalistum og Pírötum er rjúkandi rúst. Maður þarf ríkisstyrkta sálfræðihjálp af minna tilefni.

Sigur Framsóknar var sigur gamla Íslands sem er orðið þreytt á opnum landamærum frjáls innflutnings útlendrar vitleysu, svo sem woke, veiru og menguðu kjöti.

Gamla Ísland sótti í sig veðrið á nýliðnu ári. Það er vanmetnasta frétt ársins 2021.


Bloggfærslur 2. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband