RÚV-gjald er mannréttindabrot

Í landinu er trúfrelsi. Maður getur staðið utan þjóðkirkjunnar. En það er ekki hægt að standa utan RÚV. Allir lögaldra Íslendingar eru krafðir um nefskatt sem rennur í hirslur RÚV.

Það má velja sér trúfélag, eða standa utan þeirra, en það er skylduaðild að RÚV.

Þegar skattgreiðendur voru skyldaðir að greiða útvarpsgjald var ekki vinnandi vegur að stofna ljósvakamiðil án aðkomu ríkissjóðs. Í dag er hægt að reka stafrænan miðil í bílskúr. Engin rök eru fyrir RÚV. Aftur standa mörg rök gegn ríkismiðli sem heftir frelsi borgaranna að velja sér fjölmiðil. 

Skylduaðild að RÚV er mannréttindabrot.

 


mbl.is Fjármögnun BBC breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband