Bjarni óþarfur eða þingið?

Upphlaup á alþingi eru álíka merkileg og einelti á samfélagsmiðlum. Úlfaldi er gerður úr mýflugu til að koma höggi á einhvern saklausan fjarri vettvangi. 

Tilefnið til upphlaups á alþingi í gær er að Bjarni Ben fjármálaráðherra var ekki í þingsal þegar léttvægt frumvarp um frestun staðgreiðslu skatta og trygg­inga­gjalds fyrirtækja í veitingarekstri var á dagskrá.

Helga Vala þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sagði að hér væri ,,risa­stórt mál." Nei, þetta er smámál sem breið samstaða er um og algjör óþarfi að fjarmálaráðherra sé viðstaddur. Frumvarpið varð að lögum á einum degi. Þingmálin verða ekki öllu smærri.

Helga Vala er öðrum þingmönnum liðtækari að smána sjálfa sig, bæði innan þings og utan. Ekki kemur á óvart að hún leggist lágt.

Óvenjuleg er frammistaða nýs þingmanns Viðreisnar Sigmars Guðmundssonar. Hann sagði Bjarna sýna virðingarleysi með fjarveru. Auk Bjarna var annar þingmaður fjarverandi, Þorgerður Katrín formaður Viðreisnar. Sigmar er alinn upp á samfélagsmiðlum og kemur með ósið þaðan sem kallast tvöfalt siðferði. Ekki góð byrjun á þingferli.

Andrés utangátta Jónsson Pírati sakaði Bjarna um móðgun. En það er auðvitað ekki móðgun að fá kosningu á þing fyrir einn flokk en starfa fyrir annan. Sei, sei nei.

Alþingismenn sem standa að ómerkilegum upphlaupum vanvirða þjóðarsamkunduna. Punktur.     


mbl.is „Er hæstvirtur fjármálaráðherra í rauninni óþarfur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband