Þjóðþekktur á bakvið tjöldin

Helgi Seljan axlar sín skinn á Glæpaleiti kortéri áður en lögreglurannsókn lýkur á aðkomu RÚV að eitrun Páls skipstjóra og símastuldi. Gögnin úr síma skipstjórans rötuðu í hliðarútgáfur RÚV, Stundina og Kjarnann. Ónefndir á RÚV höfðu hönd í bagga.

Rannsóknin á eitrun og stuldi er þekkt þótt niðurstaða dragist. Önnur lögrannsókn er ekki á margra vitorði. Þeirri rannsókn lauk í sumar með lögreglubréfi.

Efnisatriðin eru þau að áberandi maður í þjóðfélaginu sannfærði sjálfan sig að hann væri hundeltur af útsendara útgerðarfélags. Jú, sumir eru með fjörugt ímyndunarafl. Maðurinn fór til lögreglu og kærði útsendarann sem hann nafngreindi. Ekki nóg með það heldur tilgreindi maðurinn dagsetningar sem útsendarinn sat fyrir honum og töfraði einnig fram vitni að eineltinu. Á lagamáli heitir það meinsæri.

Lögreglan tók málið alvarlega, enda kærandi þjóðþekktur, sem fyrr segir. Rannsókn leiddi aftur í ljós að nafngreindi útsendarinn var til sjós, og það lögskráður, þá daga sem þjóðþekkti maðurinn sagði útsendarann einelta sig.

Eins og nærri má geta var lögreglan allt annað en kát þegar á daginn kom að hún var höfð að fífli með falskri kæru og skrifaði harðort bréf. Þeim þjóðþekkta varð svo um að hann tékkaði inn á geðdeild í kjölfarið. Tvö eintök eru til af bréfi lögreglunnar. Annað geymir sá þjóðþekkti, og fer með sem mannsmorð, en hitt er í fórum útsendarans sem var kærður.

Rannsóknarblaðamaður gæti upplýst málið með dagsetningum, nöfnum og fínerí. Jafnvel að einhver slíkur stundaði eintal sálarinnar og gerði loksins, loksins hreint fyrir sínum dyrum. Á Glæpaleiti er forsenda fyrirgefningar játning, iðrun og afsökun. Eru sumir haldnir slíku oflæti að játa ekki fólskuverkin, þótt sönnuð séu - gagngert til að halda þeim áfram á hjáleigunni eftir að vera úthýst af höfuðbólinu? 

 

 

 


mbl.is Helgi Seljan til liðs við Stundina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 14. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband