Engin stunga, engin mannréttindi?

Bólusetningar, almennt talað, eru í þágu lýðheilsu. Á hinn bóginn hljóta þær að vera valfrjálsar. Ekkert lýðræðislegt ríkisvald má skylda borgara að taka tiltekið lyf, og bóluefni er lyf, þótt það sé í þágu lýðheilsu.

Þar stendur hnífurinn í kúnni. Lýðheilsa andspænis einstaklingsfrelsi. Á mótsögninni er engin lausn, a.m.k. engin góð. Við verðum að lifa með mótsögninni og það í sæmilegri sátt.

Tilfallandi höfundur er tvíbólusettur og örvaður. Hann mælir með bólusetningu fullorðinna. En það má ekki ganga á mannréttindi þeirra sem vilja ekki bóluefnið í sinn skrokk - af hvaða ástæðum sem það annars er. 

Einstaklingsfrelsið kemur stundum út sem sérviska fárra andspænis fjöldanum. En það eru einmitt sérvitringarnir sem minna okkur á gildi mannréttinda.

 


Bloggfærslur 12. janúar 2022

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband