Gos, glópar og ótti

Fyrir tveim mánuðum hafði eldgosið við Grindavík losað álíka af einni gróðurhúsalofttegund, H2O, og allur bílafloti Íslendinga losar á einu ári. Í kynningu á skýrslu Sameinuðu þjóðanna er Ísland sett í samhengi við loftslagsbreytingar, t.d. í ítarlegri fréttaskýringu RÚV.

En það er ekki stakt orð um framlag Íslands til gróðurhúsalofttegunda með Fagradalsgosi. 

Ástæðan er vitanlega sú að hvorki glóparnir hjá SÞ né á Efstaleiti hafa áhuga á að upplýsa heldur vekja ótta. 

Áhugasömum um loftslag og vísindi skal bent á fyrirlestur Richard Lindzen. Hann er alvöru vísindamaður. Í lok fyrirlestursins segir Lindzen engin gögn styðja hamfarahlýnun. En það aftur styttist í næstu ísöld - eftir nokkur þúsund ár.


mbl.is „Rauð aðvörun fyrir mannkynið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svartur sunnudagur Samfylkingar

Samfylkingin ætlaði að gera sóttvarnir að aðalkosningamáli sínu. Þingmenn flokksins, Helga Vala og Guðmundur Andri, voru gerðir út að kynda undir óvissu og ótta um miðja síðustu viku.

Svo kemur Þórólfur sótti og blæs af krísuna á sunnudegi.

Í gærkvöld örvænti Samfylkigin og ræsti út hagsmunahópinn á Efstaleiti sem óðara hannaði frétt um misræmi milli orða Þórólfs og staðgengils hans.

En skaðinn er skeður. Kosningamál Samfylkingar, að loka landinu vegna Kínaveirunnar, er farið í vaskinn.

 


mbl.is „Þetta eru stórar fréttir“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband