Þriðjudagur, 31. ágúst 2021
Samfélag heiftar og haturs
Hatursorðræðan um nafngreint fólk, knattspyrnumenn og bakvarðasveit íþrótta, er ekki til marks um siðað samfélag.
Í fúsum fjölmiðlum er uppboð á ,,sögum" sem þessi og hinn hefur ,,heyrt". Bergmálshellir samfélagsmiðla magnar upp sögurnar. Fyrr en varir er sómafólk hundelt af æstum múgi sem vill að saklausir játi á sig glæpi sem sögur fara af en fáar sannanir.
Það er betra að búa í samfélagi þar sem góðu er trúað upp á náungann fremur en að ganga að illskunni vísri hjá meðborgurum sínum. Víst eru afbrot framin, og sum ljót illræðisverk. En það er ekki svo fólk sé unnvörpum glæpahyski.
Í samfélagi heiftar og haturs er ekki spurt um sekt eða sýknu. Lýðurinn vill blóð og það saklausa er jafn rautt og það seka.
![]() |
Drullan dunið yfir mann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)