Ísland eftir amerísku öldina

Ameríska öldin sem gekk í garð eftir seinna stríð leið undir lok á flugvellinum í Kabúl, er ráðandi frásögn eftir Afganistanklúðrið. Ameríska heimsveldið er liðið undir lok, segir í uppslætti í Telegraph. Ógrynni álíka fréttaskýringa eru í öllum heimsins miðlum.

Það getur verið, en er hvergi víst, að Bandaríkin verði fráhverf hlutverki alheimslögreglu. Ein 14 ár eru frá frægri ræðu Valdimír Pútín Rússlandsforseta á öryggisráðstefnunni í Munchen þar sem hann harmaði bandarískan og vestrænan hroka í einpóla heimi. Líklega var skálað í Kreml þegar heimsfjölmiðlar veltu sér upp úr ræmum frá flugvellinum í Kabúl. 

Enn er óvíst hvort ameríska öldin sé runnin sitt skeið. Ekkert ríki kemst í hálfkvist við hernaðarmátt stórveldisins. Aftur er nánast öruggt að alþjóðahyggja, glóbalismi, er horfin af sviðinu. Bandaríkin og Evrópusambandið reyndu fyrir sér með glóbalisma á jafn ólíkum stöðum og Úkraínu, Írak, Sýrlandi, Líbýu og Afganistan. Eftir Kabúl er glóbalismi dautt hross.

Landafræði breytist ekki þótt hugmyndafræði kollvarpist. Á meðan Bandaríkin sleikja sárin og gera upp við sig framtíðarhorfur munu stjórnvöld í Washington treysta varnarlínuna sem liggur næst bandaríska meginlandinu. Ný hugmyndafræði, kennd við raunsæi, er þegar til á teikniborðinu.

Ísland situr í túngarði Bandaríkjanna landfræðilega. Það má gera ráð fyrir að Sámur frændi sæki Frón heim og búi í haginn fyrir nýtt hlutverk stórveldisins á alþjóðavísu.

 

 


Þrjár konur í heimsþorpinu

Tvær afganskar konur sögðu farir sínar ekki sléttar á fréttamannafundum í Washington og Brussel. Þær töldu vesturlönd ekki standa sig í stykkinu að gera Afganistan vestrænt, nú þegar talibanar eru komnir til sögunnar.

Þriðja konan er íslenskur áhrifavaldur sem segir talibaníska ritskoðun ekki ganga nógu langt á Íslandi. Óþolandi fólk eigi alls ekki að sjást i fjölmiðlum.

Það er vandlifað í heimsþorpinu.


mbl.is Afganskar fréttakonur brustu í grát
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. ágúst 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband