Háskólamenntun: betra eða verra samfélag?

Háskólamenntaðir fá ekki starf við hæfi eftir útskrift og gerast aðgerðasinnar/andófsmenn gegn samfélaginu sem fóstraði þá. Á þessa leið er kenning Peter Turchin, sem m.a. Economist telur eitthvað til í. Aðrir andmæla, segja gögn ekki styðja kenninguna.

Leiðari Viðskiptablaðsins segir þverrandi tekjur af aukinni menntun enda eykst eftirspurn ekki í takt við aukið framboð.

Bæði Peter Turchin og Viðskiptablaðið gera ráð fyrir að menntun sé fyrst og fremst til að auka tekjur og mannaforráð.

Menntun var einu sinni til að auka skilning manna á sjálfum sér, samfélaginu og henni veröld. Menn lærðu iðn til að afla tekna, Sókrates var steinsmiður, urðu stjórnmálamenn eða herforingjar til að fá mannaforráð.

Meiri menntun í sígildum skilningi er til velfarnaðar, bæði einstaklinganna sem hennar njóta og samfélagsins. Aftur getur sá misskilningur, að menntun eigi að færa manni auð og völd, orðið til tjóns.


Bloggfærslur 6. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband