Minnisblaðapólitík og lífstíll

Það er ákveðinn lífstíll að spritta sig, bera grímu á almannafæri, stunda vinnu og nám heima hjá sér og hitta helst ekki fólk í kjötheimum, aðeins á skjánum. Bónus við þennan lífstíl er að fólk getur talið sér trú um að hann bjargi öðrum, gefi líf og heilsu. Svipað og að gefa blóð.

Svo eru aðrir meira fyrir þann lífstíl að láta skeika sköpuðu. Lífinu fylgir áhætta. Röskun á daglegu lifi megi ekki leyfa nema að yfirvofandi sé bráðahætta.

Í þriðja lagi er það lífstíll meðalhófs sem reynir að feta einstigið á milli hinna tveggja.

Þá er gott að fá minnisblað frá lögmætu yfirvaldi með gnótt pólitískt kapítal í sérgreindum málaflokki sem leggur til að þessar og hinar ráðstafanir séu gerðar í nafni lýðheilsu.

Minnisblaðapólitík er ráðandi. Sést best á því að samanlögð stjórnarandstaðan steinþegir með öndina í hálsinum og bíður eftir tvennu. Í fyrsta lagi að minnisblaðið verði opinberað og í öðru lagi hvort og hvernig landsstjórnin ætlar innleiða efnisatriði blaðsins.

Meðalhófið er vandratað.


mbl.is Ríkisstjórnin fundar um tillögur Þórólfs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. júlí 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband