Heimurinn grænkar, þökk sé CO2

Meira af koltvísýringi, CO2, í andrúmslofti jarðar þýðir að fæðuframboð trjáa og plantna eykst. Heimurinn hefur orðið grænni síðustu 35 ár, segir NASA, þökk sé CO2.

Einhverjir kynnu að halda, og aðrir trúa, að koltvísýringu af mannavöldum valdi hitafarsbreytingum á jörðinni og/eða auki tíðni stórviðra. Hvorugt er rétt, segir lofslagsvísindamaðurinn Roy Spencer. Franski dómstóllinn, sbr. meðfylgjandi frétt, er einfaldlega úti að aka.

Spencer gerði nýlega úttekt á raunbreytingu hitastigs í Kanada og bar saman við spálíkön síðustu 30 ára. Í ljós kom að líkönin gerðu ráð fyrir 50% meiri hækkun hitastigs en raunmælingar sýndu. Hræðslan við manngerða hlýnun hvílir öll á spálíkönum sem í áratugavís spá meiri hlýnun er raun er á. Samt vill fólk trúa öðru og dómstólar dæma samkvæmt bábiljunni.

Hræðslan við heimshlýnun af mannavöldum er úr lausu lofti gripin. Frá 1880 hefur hlýnað um eina gráðu á jörðinni, segi og skrifa um eina gráðu. Tímabilið frá 1300 til 1900 er kallað litla ísöld. Hvers vegna? Jú, á miðaldahlýskeiðinu, sem á undan kom, var hlýrra. Þannig gerast kaupin á henni jörð, frá degi til dags, frá einu loftslagsskeiði til annars.

Loftslagsbreytingar eiga sér náttúrulegar orsakir og þannig hefur það alltaf verið. Löngu áður en maðurinn kom fram sem tegund - við erum aðeins 200 þús. ára gömul - var loftslag jarðar síkvikt. Síðasta ísöld var á dagskrá náttúrunnar fyrir aðeins 12 þúsund árum, sem er hálft augnablik í jarðsögunni. Svo ryðst heimsendaspámennskulið upp á dekk og segir manninn stýra veðurfari jarðarinnar. 

Manngert veður er nýju fötin keisarans. Ímyndun. 


mbl.is Ríkið brást í baráttu við loftslagsbreytingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Áfengi, sóttvörn og þegnskapur

Frelsi og þegnskapur er sitthvað. Í vörn gegn Kínaveirunni láta Íslendingar margt ófrelsið yfir sig ganga í þegnskap við samborgara sem veikir eru eða aldraðir. Kínaveiran leggst ekki á hraust fólk. Þeir sem höllum fæti standa eru aftur í hættu.

Í áfengismálum höfum við í áratugi sýnt þeim þegnskap sem ekki kunna með áfengi að fara. Einkum þó fjölskyldum þeirra sem veikir eru fyrir víni. Þegnskapurinn birtist þannig að við sem kunnum hóflega umgengni við áfengi sættum okkur við ófrelsið að geta ekki keypt rauðvín eða bjórkippu í matvörubúð.

Um rýmkun aðgengis að áfengi segir Áslaug Arna: ,,Við í Sjálf­stæðis­flokkn­um fögn­um öll­um stuðningi við frelsið."

Þegar lýðheilsa er í húfi er þegnskapur meira virði en frelsið. Gildir bæði um farsótt og áfengi.

 

 

 


mbl.is Frumvarp Framsóknar „sérkennilegur“ stuðningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband