Vottorđ til ađ ferđast milli landa

Vegabréf var til skamms tíma nćgilegt ,,vottorđ" til ađ komast á milli landa. Raunar var vegabréfiđ á útleiđ í Evrópu, sbr. Schengen-samstarfiđ. En nú ţurfa ţeir sem ferđast á milli landa ađ framvísa vottorđi um ađ vera ekki smitberar Kínaveirunnar.

Enginn veit hve lengi farsóttin varir. Í sögulegu samhengi er viđmiđiđ tvö ár. Svarti dauđi á 15. öld geisađi í tvö ár hérlendis, en rauk upp í kviđum á 14. öld í Evrópu. Spćnska veikin eftir lok fyrri heimsstyrjaldar var um tveggja ára faraldur.

Viđ erum hálfnuđ međ farsóttina um ţessar mundir. Hún gćti styst vegna bólusetningar. Kannski ađ rekunum verđi kastađ á hana síđsumars eđa í haust. 

En ţađ er ekki víst ađ hćgt verđi ađ ferđast milli landa án vottorđs, ţótt farsótt linni. Sé tekiđ međ í reikninginn ađ faraldur eins og Kínaveiran nánast lokar samfélögum er ósennilegt ađ landamćri verđi opnuđ á gátt í bráđ.


mbl.is Voru ekki og verđa ekki beittir sektum
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ţorgerđur Katrín yfirgefur almenna skynsemi

Seđlabankinn fćr tiltrú frá almenningi og ţar međ krónan sem gjaldmiđill. Ţorgerđur Katrín formađur Viđreisnar, ESB-sinni og hatursmađur ţess sem íslenskt er, gengur af göflunum viđ tíđindin og fullyrđir í Mogga-grein í dag ađ ríkisstjórnin hafi ,,yfirgefiđ krónuna."

Tilefniđ er ađ ríkisstjórnin tók lán í erlendri mynt. En ţađ hafa allar ríkisstjórnir gert frá árdögum íslensku krónunnar. Einhver ţarf ađ segja formanninum ađ íslenska krónan er ekki alţjóđleg mynt, ekki frekar en ađ íslenska sé alţjóđlegt tungumál. Ţegar viđ erum í útlöndum tölum viđ mál sem líklegt er ađ viđmćlendur skilji. En međ ţví er ekki sagt ađ viđ ,,yfirgefum íslenskuna."

Eins og jafnan ţegar fólk fer út í móa í málflutningi byggir Ţorgerđur Katrín á fölskum forsendum. Hún skrifar: 

Ţeir sem vilja halda í krónuna sem gjaldmiđil hafa helst bent á ađ viđ sérstakar ađstćđur geti veriđ gott ađ grípa til peningaprentunar.

Öh, nei ţađ er ekki málflutningur krónuvina ađ prenta peninga án innistćđu. Krónan er hagnýtt verkfćri í ţjóđarbúskap okkar. Ţegar vel árar hćkkar hún og eykur kaupmátt á útlendri vöru og ţjónustu en í hallćri gefur hún eftir og jafnar byrđarnar. Krónan rís og hnígur í takt viđ íslenskar ađstćđur. Alţjóđlegar myntir, t.d. dollar og evra, taka ekki miđ af efnahagskerfinu á Fróni.

Ef krónan vćri einstaklingur yrđi jöfnuđur ađall hennar. Formađur Viđreisnar er ójafnađarmađur. Um Ţorgerđi Katrínu má segja ađ hún er óvinur krónunnar, - nema ţegar hún ţarf ađ fá afskrifuđ lán í krónum. Ţá verđur hún allt í einu besti vinurinn. Slíkum vinum ţarf ţjóđin ekki á ađ halda.


mbl.is Traust á Seđlabanka eykst mikiđ
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 22. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband