RÚV ritskoðar, opnar nýja víglinu gegn Samherja

Í bráðum áratug er RÚV í stríði við Samherja, norðlensku útgerðina. RÚV sakaði Samherja um brot gjaldeyrislögum 27. mars 2012. Ásökun RÚV var unnin í samvinnu við gjaldeyriseftirlit Seðlabanka Íslands. Þar komu við sögu skjöl sem ýmist voru fölsuð, týnd eða hvorutveggja. Ásökunin rann út í sandinn.

Næsti áfangi í herferð RÚV gegn Samherja hófst 2019 með svokölluðu Namibíumáli. Þar tók RÚV upp á sína arma vonsvikinn fyrrum starfsmann Samherja til að koma höggi á fyrirtækið. Trúnaðarmaður RÚV og aðalheimild var ekki upp á marga fiska.

Angi af Namibíumálinu er meint peningaþvætti í gegnum norskan banka, DNB. Þegar efnahagsbrotadeild norsku lögreglunnar hættir rannsókn þegir RÚV og grípur til ritskoðunar á tilraun Samherja til að bera hönd fyrir höfuð sér - með því að benda á hið augljósa, að lögreglurannsókn á ásökunum RÚV var tilhæfulaus.

En þá opnar RÚV nýja víglínu og byrjar endurvinnslu á ásökunum namibískra viðskiptafélaga Samherja.

RÚV er opinber stofnun sem er komin langt út fyrir sitt hlutverk í herferðinni gegn Samherja.

 


mbl.is Heiðar Örn: „Það er ljótt að stela“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband