Einnota vinstriflokkar, margnota ţingmenn

Vinstri grćnir voru einnota fyrir Rósu Björk og Andrés Inga. Rósa Björk gekk í Samfylkinguna og Andrés Ingi tekur sér heimilisfestu í Pírötum, Róbert Marshall sat á ţingi fyrir Samfylkingu og Bjarta framtíđ en vill núna á ţing sem vinstri grćnn.

Ţetta eru ađeins nýjustu dćmin um flokkaflakk vinstrimanna. 

Tvćr ályktanir má draga. Í fyrsta lagi ađ vinstriflokkarnir eru hverjir öđrum líkir. Í öđru lagi ađ persónulegur metnađur margra vinstrimanna er öllu félagslegu starfi yfirsterkari.

Ekki ţađ ađ vinstrimenn séu einir um hégómleg viđhorf til stjórnmála. En ţeir standa núna vel til höggs.

 


mbl.is Andrés Ingi gengur til liđs viđ Pírata
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Flökkusögur og hlutabréf

Öll hlutabréf lćkkuđu viđ opnun markađarins í morgun, degi eftir ađ flökkusagan um Ísland sem tilraunaland í bólusetningu var kveđin í kútinn. Ţegar leiđ á morguninn hjarnađi viđ á markađi.

En ţađ fyrirtćki sem flestir veđjuđu á ađ grćddi mest á farsóttarfríu Íslandi, Icelandair, tók á sig högg. Lćkkun upp á um 12 prósent í hádeginu.

Eiginlega er verđ á hlutabréfum Icelandair leiđrétting fremur en hrun, slík var hćkkun ţeirra ţegar flökkusagan tilraunina fór á flug í síđustu viku og fyrstu tvo í ţessari.

 


mbl.is Hlutabréf Icelandair hrynja
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Ísland er nćrsvćđi Bandaríkjanna

Bandaríkin fóru halloka í miđausturlöndum, í Írak á fyrsta áratug aldarinnar og í Sýrlandi á nýliđnum áratug. Ćvintýriđ í Úkraínu fyrir fimm árum skilađi heldur ekki árangri. Í framhaldi var ráđist í endurskođun á utanríkispólitík stórveldisins.

Áhrifamikiđ framlag í ţeirri endurskođun er bók Stephen M. Walt, The Hell of Good Intentions, frá 2018. Walt tilheyrir ţeirri hefđ í utanríkispólitík sem kennd er viđ raunsći.

Útţenslupólitík Bandaríkjanna frá lokum kalda stríđsins 1990 er röng í meginatriđum, segir Walt. Hvorki eru Bandaríkin siđferđislega né hernađarlega ţess megnug ađ stokka upp ţjóđríki og menningu á framandi slóđum.

Bandaríkin eiga ekki ađ skipa til í alţjóđmálum, umfram ţađ sem nauđsynlegt er til ađ tryggja brýna hagsmuni. Aftur eiga Bandaríkin, segir Walt, ađ tryggja stöđu sína vel á nćrsvćđum sínum. Ísland er nćrsvćđi Bandaríkjanna, ekki meginland Evrópu.

Raunsći, sem sagt.

 


mbl.is Stefna enn á norđurslóđir
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

Bloggfćrslur 10. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband