Miðvikudagur, 10. febrúar 2021
Einnota vinstriflokkar, margnota þingmenn
Vinstri grænir voru einnota fyrir Rósu Björk og Andrés Inga. Rósa Björk gekk í Samfylkinguna og Andrés Ingi tekur sér heimilisfestu í Pírötum, Róbert Marshall sat á þingi fyrir Samfylkingu og Bjarta framtíð en vill núna á þing sem vinstri grænn.
Þetta eru aðeins nýjustu dæmin um flokkaflakk vinstrimanna.
Tvær ályktanir má draga. Í fyrsta lagi að vinstriflokkarnir eru hverjir öðrum líkir. Í öðru lagi að persónulegur metnaður margra vinstrimanna er öllu félagslegu starfi yfirsterkari.
Ekki það að vinstrimenn séu einir um hégómleg viðhorf til stjórnmála. En þeir standa núna vel til höggs.
![]() |
Andrés Ingi gengur til liðs við Pírata |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. febrúar 2021
Flökkusögur og hlutabréf
Öll hlutabréf lækkuðu við opnun markaðarins í morgun, degi eftir að flökkusagan um Ísland sem tilraunaland í bólusetningu var kveðin í kútinn. Þegar leið á morguninn hjarnaði við á markaði.
En það fyrirtæki sem flestir veðjuðu á að græddi mest á farsóttarfríu Íslandi, Icelandair, tók á sig högg. Lækkun upp á um 12 prósent í hádeginu.
Eiginlega er verð á hlutabréfum Icelandair leiðrétting fremur en hrun, slík var hækkun þeirra þegar flökkusagan tilraunina fór á flug í síðustu viku og fyrstu tvo í þessari.
![]() |
Hlutabréf Icelandair hrynja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 10. febrúar 2021
Ísland er nærsvæði Bandaríkjanna
Bandaríkin fóru halloka í miðausturlöndum, í Írak á fyrsta áratug aldarinnar og í Sýrlandi á nýliðnum áratug. Ævintýrið í Úkraínu fyrir fimm árum skilaði heldur ekki árangri. Í framhaldi var ráðist í endurskoðun á utanríkispólitík stórveldisins.
Áhrifamikið framlag í þeirri endurskoðun er bók Stephen M. Walt, The Hell of Good Intentions, frá 2018. Walt tilheyrir þeirri hefð í utanríkispólitík sem kennd er við raunsæi.
Útþenslupólitík Bandaríkjanna frá lokum kalda stríðsins 1990 er röng í meginatriðum, segir Walt. Hvorki eru Bandaríkin siðferðislega né hernaðarlega þess megnug að stokka upp þjóðríki og menningu á framandi slóðum.
Bandaríkin eiga ekki að skipa til í alþjóðmálum, umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja brýna hagsmuni. Aftur eiga Bandaríkin, segir Walt, að tryggja stöðu sína vel á nærsvæðum sínum. Ísland er nærsvæði Bandaríkjanna, ekki meginland Evrópu.
Raunsæi, sem sagt.
![]() |
Stefna enn á norðurslóðir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)