Einnota vinstriflokkar, margnota þingmenn

Vinstri grænir voru einnota fyrir Rósu Björk og Andrés Inga. Rósa Björk gekk í Samfylkinguna og Andrés Ingi tekur sér heimilisfestu í Pírötum, Róbert Marshall sat á þingi fyrir Samfylkingu og Bjarta framtíð en vill núna á þing sem vinstri grænn.

Þetta eru aðeins nýjustu dæmin um flokkaflakk vinstrimanna. 

Tvær ályktanir má draga. Í fyrsta lagi að vinstriflokkarnir eru hverjir öðrum líkir. Í öðru lagi að persónulegur metnaður margra vinstrimanna er öllu félagslegu starfi yfirsterkari.

Ekki það að vinstrimenn séu einir um hégómleg viðhorf til stjórnmála. En þeir standa núna vel til höggs.

 


mbl.is Andrés Ingi gengur til liðs við Pírata
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flökkusögur og hlutabréf

Öll hlutabréf lækkuðu við opnun markaðarins í morgun, degi eftir að flökkusagan um Ísland sem tilraunaland í bólusetningu var kveðin í kútinn. Þegar leið á morguninn hjarnaði við á markaði.

En það fyrirtæki sem flestir veðjuðu á að græddi mest á farsóttarfríu Íslandi, Icelandair, tók á sig högg. Lækkun upp á um 12 prósent í hádeginu.

Eiginlega er verð á hlutabréfum Icelandair leiðrétting fremur en hrun, slík var hækkun þeirra þegar flökkusagan tilraunina fór á flug í síðustu viku og fyrstu tvo í þessari.

 


mbl.is Hlutabréf Icelandair hrynja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland er nærsvæði Bandaríkjanna

Bandaríkin fóru halloka í miðausturlöndum, í Írak á fyrsta áratug aldarinnar og í Sýrlandi á nýliðnum áratug. Ævintýrið í Úkraínu fyrir fimm árum skilaði heldur ekki árangri. Í framhaldi var ráðist í endurskoðun á utanríkispólitík stórveldisins.

Áhrifamikið framlag í þeirri endurskoðun er bók Stephen M. Walt, The Hell of Good Intentions, frá 2018. Walt tilheyrir þeirri hefð í utanríkispólitík sem kennd er við raunsæi.

Útþenslupólitík Bandaríkjanna frá lokum kalda stríðsins 1990 er röng í meginatriðum, segir Walt. Hvorki eru Bandaríkin siðferðislega né hernaðarlega þess megnug að stokka upp þjóðríki og menningu á framandi slóðum.

Bandaríkin eiga ekki að skipa til í alþjóðmálum, umfram það sem nauðsynlegt er til að tryggja brýna hagsmuni. Aftur eiga Bandaríkin, segir Walt, að tryggja stöðu sína vel á nærsvæðum sínum. Ísland er nærsvæði Bandaríkjanna, ekki meginland Evrópu.

Raunsæi, sem sagt.

 


mbl.is Stefna enn á norðurslóðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband