Fréttastjóri RÚV: engin auglýsing

Fyrir mánuði var tilkynnt að Rakel Þorbergsdóttir fréttastjóri RÚV hættir störfum um áramót.

Enn hefur staðan ekki verið auglýst. Aðeins þrjár vikur eru til áramóta.

Stefán útvarpsstjóri segir ekki neyðarástand á RÚV. En hann getur samt ekki auglýst eftir fréttastjóra.

Lögreglurannsókn stendur yfir á starfsháttum RÚV og aðkomu stofnunarinnar að eitrun og stuldi.

Stefán útvarpsstjóri veit ekki enn hvaða starfsmenn Efstaleitis liggja undir grun og sæta e.t.v. ákæru.

Það er ástæðan að staða fréttastjóra er ekki auglýst.

En þetta má ekki segja upphátt. Glæpir fjölmiðla sæta fréttabanni. Blaða- og fréttamenn stunda ekki upplýsingamiðlun til almennings þegar starfsbræður og systur eiga í hlut. Í Norður-Kóreu standa fjölmiðlar vörð um leiðtoga landsins. Á Íslandi eru fjölmiðlar samtaka um að fjalla ekki um glæpi og spillingu í eigin ranni.

Líkt og í Norður-Kóreu eru fjölmiðlar á Íslandi á framfæri ríkisins. Ef ekki væri fyrir Tilfallandi athugasemdir yrðu engar fréttir sagðar af lögbrotum og spillingu í skúmaskotum valdsins. 


Bloggfærslur 6. desember 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband