Mánudagur, 25. janúar 2021
Hæli er ekki heimili - Danir kveikja á perunni
Svokallaðir hælisleitendur eru oft ekki í leit að nýju heimili vegna óbærilegra aðstæðna heima fyrir heldur að þjónustu og/eða starfsmöguleikum sem hælisríkið veitir. Meintir hælisleitendur eru trúir heimkynnum sínum og menningararfleifð og aðlagast illa vestrænum siðum og háttum.
Margvíslegur vandi fylgir stórflutningi fólks milli landa undir formerkjum hælisþjónustu. Aðkomumenn telja sig í fullum rétti að iðka sína trú og siði í viðtökulandinu undir formerkjum fjölmenningarsamfélagsins. Af því leiðir verða þeir ekki hluti af samfélaginu sem veitir hæli enda stendur það ekki til - hæli er ekki heimili. Heimamenn á hinn bóginn horfa upp á samfélag sitt verða sér framandi. Þar sem áður var kunnugleg menning er orðin illskiljanleg fjölmenning.
Danir átta sig á þessu vonum seinna. Er ekki kominn tími til að Íslendingar kveiki á perunni?
![]() |
Markmiðið að enginn sæki um hæli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 25. janúar 2021
9 flokkar á þingi - tækifæri Miðflokks og Framsóknar
Smáflokkapólitík er sjálfkrafa óreiða, því meiri sem flokkarnir eru fleiri. Könnun Maskínu segir að níu framboð næðu inn á alþingi næsta haust.
Stærstur mælist Sjálfstæðisflokkur með liðlega 21 prósent fylgi. Fjórir minnstu flokkarnir fá ríflega 26 prósent fylgi samtals. Miðflokkur og Framsókn eru helmingur dvergflokkanna.
Gangi könnunin eftir er voðinn vís með landsstjórnina.
Þótt líkur séu á að Sjálfstæðisflokkur sígi upp í kjörfylgi, um 25 prósent, er það ekki nóg til að stemma stigu við óreiðupólitíkinni.
Hér blasir við tækifæri Framsóknar og Miðflokks að slíðra sverðin og ganga í eina sæng. Kalla saman landsfund beggja flokka og gera Sigmund Davíð að formanni elsta starfandi stjórnmálaflokksins.
Það er eftirspurn eftir stöðugleika og áræðni.
![]() |
Sósíalistar næðu á þing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)