Mánudagur, 3. ágúst 2020
Veirusamfélagið og túnið heima
Fjarvinna, fjarnám, fjarlægð milli manna, færri utanlandsferðir, fólksflótti frá þéttbýli í dreifbýli, háttvísi, hreinlæti og ríkari kröfur um mannasiði eru líkleg langtímaáhrif farsóttarinnar, sem ýmist er kenndi við Kína eða COVID-19, og ætlar að verða þrálát.
Pólitísk áhrif verða þau að frjálslyndi dvínar og íhaldssemi eykst. Menn halda sig innan um sína líka. Traust milli vina og kunningja eykst en minnkar til þeirra sem eru framandi.
Fyrirbæri eins og borgarlínan, sem gengur út á að hrúga sem flestum á sömu torfuna og flytja á milli staða í gripalestum, eru dauðadæmd. Krafan er aukin fjarlægð milli manna ekki múgmyndun.
Veröldin er á réttri leið. Öfgafrjálslyndi síðustu áratuga, frá hippamenningunni að telja, var gengin sér til húðar. Farsóttin hraðar breytingum sem þegar voru í kortunum.
![]() |
Óvíst með töfralausn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 3. ágúst 2020
Enginn sýktur á hópsmituðu Akranesi
Einn af hverjum tíu Skagamönnum var skimaður fyrir farsóttinni og enginn reyndist smitaður. Fyrir viku var tilkynnt um hópsmit á Akranesi.
Dálítið mótsagnakennt.
Ein túlkun er að smitvarnir Skagamanna séu öflugar. Önnur að hópurinn á Akranesi sem smitaðist, erlendir starfsmenn, sé ekki í smitfæri við aðra bæjarbúa.
Í öllu falli er ástæða til að draga andann djúpt og oftúlka ekki smitfréttir. Yfirvegun er skynsamlegri en ofsahræðsla.
![]() |
Ísland næst á eftir Svíþjóð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)