Föstudagur, 14. ágúst 2020
Ferðaþjónustan skaut sig í fótinn í vor
,,Úlfur, úlfur," hrópaði ferðaþjónustan í vetur og vor þegar mildar aðgerðir voru kynntar í farsóttarvörnum. Eftir hávaða ferðaþjónustunnar var skimunargjald á Keflavíkurflugvelli lækkað um tugi prósenta og ferðamenn frá völdum ríkjum undanþegnir.
Ferðaþjónustan gerði lítið úr innlendum ferðamönnum, sagði að þeir fylltu ekki skarð þeirra útlendu. Þegar seinni bylgja farsóttar skall á landinu seint í júlí átti ferðaþjónustan enga góðvild inni, hvorki hjá stjórnvöldum né almenningi.
Tveir kostir voru í stöðunni fyrir stjórnvöld. Að loka menningar- og íþróttalífi og leggja af skólahald en halda ferðalögum til og frá landinu opnum eða þrengja farþegaflutninga milli Íslands og útlanda og sjá fram á að daglegt líf fólks kæmist fyrr í eðlilegt horf.
Niðurstaðan var einboðin. Við rekum ekki samfélag hér á landi í þágu fyrirtækja. Þjóðin fyrst, síðan fyrirtækin.
![]() |
Búið að loka íslenskri ferðaþjónustu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 14. ágúst 2020
Var Helgi Seljan leiddur í gildru?
Einhver bað um gögn frá Verðlagsstofu skiptaverðs. Sá sem fékk gögnin vildi að þau yrðu túlkuð af dómgreindarlausum og drýldnum fréttamanni. Sá var auðfundinn.
RÚV neitar að láta af hendi gögnin. Þau afhjúpa hve einfalt er að blekkja stjörnublaðamanninn á Hinstaleiti annars vegar og hins vegar hversu ósvífnin var mikil í rangtúlkun fréttamannsins.
Hver skyldi hafa beðið um gögnin?
![]() |
Trúir ekki öðru en að RÚV afhendi gögnin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. ágúst 2020
Gyðingahatur múslíma
Í hvert skipti sem ögn friðvænlegra horfir i miðausturlöndum rjúka múslímaríki upp til handa og fóta og fordæma hænuskref til friðar.
Almennt geta múslímaríki ekki hugsað sér tilverurétt Ísraelsríkis.
Ástæðan er sú að Ísrael er eina lýðræðisríkið í þessum heimshluta. Trúarmenning múslíma líður ekki veraldarhyggju lýðræðisins þar sem kóraninn og sharía-lög eru víðs fjarri.
![]() |
Fordæma samkomulagið og tala um svik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)