Ferðaþjónustan skaut sig í fótinn í vor

,,Úlfur, úlfur," hrópaði ferðaþjónustan í vetur og vor þegar mildar aðgerðir voru kynntar í farsóttarvörnum. Eftir hávaða ferðaþjónustunnar var skimunargjald á Keflavíkurflugvelli lækkað um tugi prósenta og ferðamenn frá völdum ríkjum undanþegnir.

Ferðaþjónustan gerði lítið úr innlendum ferðamönnum, sagði að þeir fylltu ekki skarð þeirra útlendu. Þegar seinni bylgja farsóttar skall á landinu seint í júlí átti ferðaþjónustan enga góðvild inni, hvorki hjá stjórnvöldum né almenningi.

Tveir kostir voru í stöðunni fyrir stjórnvöld. Að loka menningar- og íþróttalífi og leggja af skólahald en halda ferðalögum til og frá landinu opnum eða þrengja farþegaflutninga milli Íslands og útlanda og sjá fram á að daglegt líf fólks kæmist fyrr í eðlilegt horf.

Niðurstaðan var einboðin. Við rekum ekki samfélag hér á landi í þágu fyrirtækja. Þjóðin fyrst, síðan fyrirtækin.


mbl.is „Búið að loka íslenskri ferðaþjónustu“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi Helgason

Og hvergi hefi ég séð mynnst á það, að notað verði lyfið "hydroxychloroquine" til þess að lækna fólk sem er með smit af þessari kórónu veiru.

Hvað veldur þessu, ... hvers vegna er þetta lyf ekki notað.?

Tryggvi Helgason, 14.8.2020 kl. 17:11

2 Smámynd: Guðjón Bragi Benediktsson

Páll, aldrei þessu vant er ég ósammála þér. Frá því kórónuveiran fór á kreik hér á landi og þar til nú eru sex mánuðir. Á þeim tíma hafa 6 íslendingar látist vegna hennar. Einn á mánuði að meðaltali. Einn var 67 ára, en hinir hátt á áttræðis og níræðisaldri. Það er nú þannig að mannsævinni eru takmörk sett hvað árafjölda varðar. Meðalaldur karla er t.d. um 80 ár hér á landi. Ekki má gleyma að hé deyr fjöldi gamals fólks árlega vegna lungnabólgu í kjölfar flensu. Ríkisstjórnin er nú búin að skella í lás hjá ferðaþjónustunni og eyðileggja fjölda fyrirtækja og lífsafkomu þúsunda manna. Vegna móðursýki. 

Guðjón Bragi Benediktsson, 14.8.2020 kl. 17:44

3 Smámynd: Birna Kristjánsdóttir

Páll  ég er algjörlega sammála þér.

Ég hef sjálf verið að vara við og oft á tíðum  fengið bágt fyrir.

Guðjón  ég er algjörlega ósammála þér og þar að auki ferð þú ekki með rétt mál. Það hafa 10 manns látist úr þessari veiru, þar af 9 íslendingar og einn á þrítugsaldri.

Dánartíðni er lág rétt er það en þessi veira er ólík öllum öðrum veirum sem hafa dunið á heiminum... ekkert bóluefni er til við henni og það er nóg til þess að herða allar aðgerðir. Það þarf mjög lítið til að illa fari og það vita stjórnvöld / þríeykið/Kári) Láttu þér ekki detta í hug annað en að þau viti meira en gefið er upp í fjölmiðlum.

Við vitum ekki hvaða afleiðingar veiran hefur á fólk sem hefur veikst og svo "batnað". Þeir sem fengu veiruna fyrir mörgum vikum eru að kvarta um eftirköst og það er engin ímyndun.   

Að gamalt fólk deyi vegna lungnabólgu í kjölfar flensu gerist hvort sem Covid er eða ekki. (Skil ekki af hverju fólk er að blanda þessu saman) 

Það er engin móðursýki í gangi hér heldur heilbrigð skynsemi.

Birna Kristjánsdóttir, 14.8.2020 kl. 19:51

4 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Hvert er markmið aðgerða gegn veirunni? Ætli einhver hafi velt því fyrir sér hvert getur verið raunhæft markmið slíkra aðgerða?

Þorsteinn Siglaugsson, 15.8.2020 kl. 09:25

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Páll.

Eftir nokkur ólík sjónarmið í pistlum þínum, sá sorglegasti þegar þú linkarð á grein frjálshyggjumanns sem mærði fjöldamorð og fjöldamorðingja, þá lendir þú þessu máli á snyrtilegan og skýran hátt svo óþarfi er að pistla meir um þessa kórónuveiru hér á Íslandi.

Málið er í góðum farveg, núna þarf að huga að hliðaraðgerðum svo innheimthringekja lögfræðinganna fari ekki í gang.

Ef það tekst, verður friður.

Kveðja að austan,.

Ómar Geirsson, 15.8.2020 kl. 09:48

6 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Það flækir kannski stöðuna að 40% af gjaldeyristekjum koma frá ferðamönnum. Íslenska krónan er bara til innanlandsbrúks og allt sem keypt er frá útlöndum þarf að borga með alvöru peningum þ.e. gjaldeyri. 

Tryggvi L. Skjaldarson, 15.8.2020 kl. 09:55

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Einn á sjúkrahúsi, enginn á gjörgæslu og ríkisstjórnin velur að rústa ferðaþjónustunni. Að loka landi gerir ekkert annað en fresta vandanum því pestin geisar um heimsbyggðina.
Sigur afturhalds aflanna í höfn.

Ragnhildur Kolka, 15.8.2020 kl. 10:56

8 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Já, hárrétt Ragnhildur. Og pestin mun geisa næstu árin, enda hefur forstjóri WHO varað við því að allt eins sé líklegt að aldrei finnist bóluefni sem virkar. Líklegast er að hún verði til staðar til frambúðar, rétt eins og fjöldi annarra sjúkdóma sem draga tugi milljóna til dauða á hverju ári.

Þegar skammsýni, óskhyggja og ofsahræðsla blandast saman, og við bætist óttinn um afdrif atkvæðanna, verður niðurstaðan þessi.

Þorsteinn Siglaugsson, 15.8.2020 kl. 12:43

9 Smámynd: Ómar Geirsson

Styrkur bjánaathugasemda er Páll, að þær gleymast því bjánar finna sér alltaf nýtt áhugamál.

Eftir standa athugasemdir án raka.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 16.8.2020 kl. 00:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband