RÚV afhausar lögreglustjóra

RÚV vill höfuð lögreglustjórans á Suðurnesjum á silfurfati. Með dæmigerðri hýenufréttamennsku í nokkra daga grefur RÚV skipulega undan lögreglustjóranum með ásökunum, mest frá ónafngreindum heimildum.

Gott og grandvart fólk verður fyrir barðinu á hýenum Efstaleitis sem taka eina fjöður og gera úr matarmiklar fimm hænur. Einu málefnalegu rök RÚV er að lögreglustjórinn hafi ekki geymt skjöl á réttum stað. Þá er dæmigerðu vinnustaðaslúðri gert hátt undir höfði og látið eins og óljósar kvartanir séu sakfelling um brot í starfi.

Í kvöldfréttum RÚV í gær átti að gefa lögreglustjóranum náðarhöggið. Í beinni útsendingu upplýsti fréttamaður að dómsmálaráðherra hefði beðið lögreglustjórann að segja af sér ,,óformlega". Eins og opinber embættismaður geti sagt af sér ,,óformlega".

Fréttapunkturinn er aftur sá að ef ráðherra biður embættismann að segja af sér þýðir það í raun að engin málefnaleg rök standa til að knýja fram afsögn.

Opin spurning er hvort RÚV stundi hýenufréttamennsku í verktöku eða að það sé liður í valdeflingu Efstaleitis að afhausa saklausa mann og annan er stendur vel til höggs - til að sýna hvar valdið liggur. RÚV lifir sníkjulífi á skattpeningum almennings og stjórnmálamenn skulu gjöra svo vel að opna budduna. Að öðrum kosti er hýenum sleppt lausum.

Í lok samtals þulu og fréttamanns í beinni útsendingu í gær brá RÚV á gamalkunnugt ráð - að hóta. Áslaug Arna dómsmálaráðherra vill ekkert við okkur tala, sagði fréttamaðurinn og gaf þar með til kynna að ráðherra væri með slæma samvisku og á flótta.

Hýenurnar á Efstaleiti kunna til verka. Ráðherra sýndur á flótta er stjórnmálamaður á leið úr pólitík.


mbl.is Værur innan lögreglunnar á Suðurnesjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. júlí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband