Svíar tryggja Trump sigur í áróðursstríðinu

Hjarðónæmi gegn kórónuveirunni myndast í Svíþjóð næstu vikur. Svíar fóru aðra leið en vesturlönd og Asíu-ríki í baráttunni við farsóttina. Þeir leyfðu veirunni að éta sig í gegnum opið samfélag. Þórólfur sótti þeirra Svía, Anders Tegnell, var rakkaður niður og sagður skapa ítalskt ástand í mesta velferðarríki veraldar. Gagnrýnendur eru á flótta, biðjast afsökunar.

Hvaða máli skiptir það fyrir Trump að sænska tilraunin með hjarðónæmi heppnast? Jú, Svíþjóð er heimili Nóbelsverðlaunanna, æðstu viðurkenningar í vísindum.

Trump er sakaður um að hunsa vísindasamfélagið. En vísindin segja eitt í Svíþjóð og allt annað í Bretlandi og þriðja frásögnin er íslensk. Hvernig getur Trump hunsað vísindasamfélag, sem í fyrsta lagi er ekki til sem eitt samfélag, og að svo miklu leyti sem til er samfélag vísindamanna þá tala þeir tungum; Þórólfur sótti leggur línuna á íslensku, Tegnell á sænsku og svo framvegis.

Trump lokaði Bandaríkjunum hratt þegar kínverska veiran nam land vestra og vill opna þau skjótlega. Það eru jafn góð farsóttarvísindi og hver önnur. 

Trump verður hylltur sem hetja, eins og þríeykið á Íslandi og Tegnell í Svíaríki. Hver syngur með sínu nefi í farsóttarvörnum. Eins lengi og nefið er þefvíst á innlendar aðstæður verður allt í sóma.

Köttur setti upp á sér stýri, úti er alþjóðaævintýri.


mbl.is Trump styður mótmælendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 19. apríl 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband