Miðvikudagur, 15. apríl 2020
Trump í stríði við frjálslynda alþjóðasinna
Frjálslyndir alþjóðasinnar þóttust komast í feitt þegar kórónuveiran skall með þunga á Bandaríkin og kenndu Trump forseta um mannfallið.
Trump galt rauðan belg fyrir gráan og kenndi stofnun alþjóðasinna, WHO, um að bregðast skyldu sinni. Og hefur nokkuð til síns máls. Forstjóri WHO gerði lítið úr veirunni í fyrstu og marglofaði kínversk stjórnvöld fyrir öflugar veiruvarnir. Á daginn kom að Kínverjar reyndu að ljúga sig úr vandanum og gripu seint til varna. Kínverska veiran stökkbreyttist og varð alþjóðleg en WHO svaf á verðinum.
Sóttvarnir eru hápólitískar og eftir því eldfimar. Skynsamar þjóðir, eins og Íslendingar, taka pólitíkina út fyrir sviga. Enda frjálslyndir alþjóðasinnar veikir og sundraðir hér á landi eftir glataða ESB-umsókn og ömurlegan orkupakka. Í Bandaríkjunum eru frjálslyndir í kosningaham og ætla að nota kínversku veiruna til að fella sitjandi forseta í haust.
![]() |
Hjálpar ekki að skella skuldinni á aðra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 15. apríl 2020
Mesta kreppa í 12 ár á Íslandi, 300 ár í Bretlandi
Kórónuveiran veldur mestu heimskreppu í 90 ár, segir Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn. Bretar búa sig undir verstu kreppu í 300 ár. Ísland, ljónheppið að vanda, þarf ekki að horfa nema tylft ára tilbaka í leit að sambærilegri efnahagskreppu.
Hrunið var Íslandi mun verra en efnahagslegt áfall. Þjóðin lenti í siðferðilegri og pólitískri kreppu sem var langvinnari en þeir fáu mánuðir sem efnahagslega voru erfiðir.
Íslendingar búa að erfiðri reynslu og taka kórónukreppunni með samheldni og stóískri ró. Veröldin umbyltist og enginn veit hvað verður. Á meðan dyttum við að heima hjá okkur.
![]() |
Mesti samdráttur frá kreppunni miklu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)