Þriðjudagur, 31. mars 2020
RÚV hræðir fólk með dauðafrétt
Aðalfrétt RÚV í hádeginu var um ótímabært andlát konu á fimmtugsaldri. RÚV byggði fréttina á nafnlausum heimildum, eingöngu.
Fréttin er til þess fallin að hræða fólk um að veikir fái ekki umönnun, það sé stórhættulegt að leggjast inn á spítala.
Það er eins og RÚV-fréttamenn geri sér sérstakt far um að skilja dómgreindina eftir heima þegar þeir fara í vinnuna.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þriðjudagur, 31. mars 2020
Minni peningar, meira líf
Peningar stjórna lífi okkar að verulegu leyti. Nær allir vilja meira af þeim og fæstum finnst þeir eiga nóg. Deilur og álitamál í samfélaginu snúast að stórum hluta um peninga.
Nú blasir við að minna verður til af peningum næstu misserin og það gildir yfir alla línuna.
Þegar minna verður af peningum í lífi okkar verður meira pláss fyrir annað. Það eru ekki nema 24 stundir í sólarhring og æviskeið aðeins tiltekinn stundafjöldi. Á grafarbakkanum eru það ekki peningar sem efstir eru í huga.
Fremur en vangaveltur um fjármál leita aðrar spurningar svara á efsta degi. Til dæmis: Breytti ég rétt í lífinu?
Óígrundað líf er einskins virði, kenndi Sókrates fyrir margt löngu. Peningaleysið gefur okkur tíma til að íhuga vegferðina áður en henni lýkur. Margt verra en það.
![]() |
Hundruð milljarða eru í húfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)