Vestræn angist, elítan og endurreisn þjóðríkisins

Westlessness er orð á nýafstaðinni öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi. Merking orðsins er vestræn angist, eins og sjá má í umfjöllun Guardian.

Eftir fall Sovétríkjanna 1991 varð vestrænt frjálslyndi ráðandi hugmyndafræði. Bók Francis Fukuyama, Endalok sögunnar, var höfð til marks um endanlegan sigur vestrænnar samfélagsgerðar.

Vestræna frjálslyndið var í raun dulklædd síðnýlendustefna. Öflugustu ríki og ríkjasamtök veraldar, Bandaríkin og Evrópusambandið, reyndu hvað þau gátu til að þvinga fram sína hagsmuni og hugmyndafræði á aðskiljanleg ríki. Afganistan, Írak, Úkraína, Sýrland og Líbýa fengu á sig ýmist fullveðja innrásir eða skipulega tilraun til ríkisstjórnaskipta. Rússland var sett í vestræna einangrun - fyrir að spila ekki með.

Síðnýlendustefnan varð almenningi á vesturlöndum þungbær. Stórfelldur útflutningur á störfum bjó til nýja stétt áhrifalausra fátæklinga. Enn stórfelldari innflutningur á útlendingum með framandi menningu rauf samheldni vestrænna samfélaga.

Árið 2016 urðu vatnaskil. Trump var kjörinn forseti Bandaríkjanna og Bretar samþykktu úrsögn úr ESB, Brexit.

Pólitísk gróska er í umræðu íhaldsmanna, sjá t.d. viðtal við Michael Lind aðildarlýðræði. Síðnýlenduelítan fyllist angist yfir horfnum tíma þegar ein hugmyndafræði átti sviðið og boðaði fagra nýja veröld frjálslyndra vinstrimanna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband