Helgi kynnir 3 flokka vinstristjórn

Auðmaðurinn Helgi Magnússon, sem rekur bæði Fréttablaðið og Viðreisn, kynnir þriggja flokka ríkisstjórn vinstrimanna til sögunnar í frétt um skoðanakönnun. Orðalag Helgaútgáfunnar er þetta:

Þeir þrír flokkar sem hafa verið nokkuð samstíga í stjórnarandstöðu, Samfylking, Viðreisn og Píratar, bæta við sig í heildina. Höfðu 41,1 prósent í september en 42,8 nú.

Miðflokkurinn er, samkvæmt fyrirsögn, helsta hindrunin í vegi þriggja flokka vinstristjórnar. 

Könnunin er forsíðuuppsláttur Helgaútgáfu. Myndskreytingin er þriggja dálka mynd af sorgmæddri Katrínu forsætis að faðma kjósanda á Austurlandi, höfuðvígi Miðflokksins. Táknmál fréttar og myndar segir að forsætisráðherra sé miður sín yfir stöðu Miðflokksins.


mbl.is Minnsta fylgi Miðflokksins frá Klausturmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband