Sunnudagur, 20. desember 2020
ESB-trygging fyrir bóluefni einskis virði
Fyrir nokkrum dögum var aðaluppsláttur RÚV og fleiri fjölmiðla að Evrópusambandið tryggði Íslandi næg bóluefni gegn Kínaveirunni.
Eitthvað er sú trygging léleg að mati fréttaveitunnar Bloomberg.
Hvað eru íslensk yfirvöld að hugsa þegar þau veðja á Evrópusambandið til að útvega bóluefni?
![]() |
Stjórnarráðið leiðréttir Bloomberg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 21.12.2020 kl. 14:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 20. desember 2020
Arabíska vorið tíu ára
Tíu ár eru síðan ungur maður í Túnis, Mohamed Bouazizi, kveikti í sér til að mótmæla spillingu yfirvalda. Íkveikjan hratt af stað mótmælaöldu í múslímaríkjum í Norður-Afríku og miðausturlöndum sem kölluð er arabíska vorið.
Arabíska vorið var kynnt sem lýðræðisvakning. Uppgjöri við ríkjandi þjóðskipulag fylgja blóðsúthellingar heima fyrir og útlend hernaðarafskipti, gerðist bæði í frönsku byltingunni 1789 og þeirri rússnesku 1917.
Sýrlenska borgarastríðið var afleiðing arabíska vorsins. Þar hélt Assad forseti völdum með stuðningi Rússa á meðan Bandaríkin studdu uppreisnarhópa. Í Líbýu tapaði Gadaffi völdum og lífi og landið klofnaði.
Breska útgáfan Guardian stóð fyrir könnun á viðhorfum Araba til pólitíska vorsins fyrir áratug. Almennt finnst fólki lítið sem ekkert hafa áunnist. Frelsi og hagsæld láta á sér standa en spillingin jafn víðtæk og fyrrum.
Franska byltingin og rússneska voru öðrum þræði uppgjör við kaþólska trúarmenningu annars vegar og hins vegar rétttrúnaðarkirkjuna. Trúarmenning löghelgar skipan samfélagsmála.
Í arabíska vorinu fór lítið fyrir uppgjöri við múslímska trúarmenningu. Klerkaríkið Íran og fjölskylduríkið Sádí-Arabía stóðu keik, og standa enn, hvort fyrir sína útgáfu af íslam, shíta og súnní.
Á meðan trúarmenningin stendur á miðaldastigi er borin von fyrir múslíma að búa sér til samfélag mannréttinda, hagsældar og lýðræðis.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)