Lilja niðurgreiðir Helga og Viðreisn

Helgi Magnússon fjárfestir gerir út stjórnmálaflokk, Viðreisn, og útgáfu, Fréttablaðið og fleiri miðla. Samlegðaráhrif eru töluverð. Fjölmiðlaútgáfa styður við flokksútgerð og á alþingi eru sett lög sem m.a. hafa áhrif á fjölmiðla.

Nú setur Helgi 600 milljónir í útgáfuna enda kosningaár í vændum. Allir raftar skulu á sjó dregnir. Helgi útskýrir að kófið sé ástæðan. Líklega dýrt að láta blaðamenn fylgjast með fundum þríeykisins á einum skjá og skrifa fréttir á annan skjá.

Á alþingi lagði Lilja Alfreðs ráðherra mennta fram frumvarp um fjárhagsstuðning við fjölmiðla. Viðreisn, sem nýlega lagði áherslu á frjálshyggju og einkaframtak, sneri við blaðinu og studdi framlag úr ríkissjóði til fjölmiðla Helga. Samlegðaráhrifin eru sterkari en pólitísk sannfæring.


mbl.is Helgi setur 600 milljónir inn í Torg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. desember 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband