Sunnudagur, 22. september 2019
Katrín mengar og mótmælir
Katrín forsætis er í New York að mómæla manngerðu veðurfari sem hlýst af mengun.
Katrín flaug til Bandaríkjanna og skildi eftir sig slóð mengunar sem nemur akstri nokkurra einkabíla í mánuð.
Glópahlýnun spyr ekki um samkvæmni.
![]() |
Katrín situr leiðtogafund um loftslagsmál |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. september 2019
Meiri upplýsingar en færri sannindi
Við fáum ofgnótt upplýsinga, en færri sannindi. Gagnrýnin hugsun er næsti bær við samsæriskenningar. Elítur, bæði í stjórnmálum og fjölmiðlum, eiga í vök að verjast enda auðvelt að grafa undan trúverðugleika valdamanna um staðreyndum af netinu.
Á þessa leið er ítargrein í Guardian um stöðu fjölmiðlunar og sanninda í samtímanum.
Mótsögnin er sú að á sama tíma og allt er yfirfljótandi af upplýsingum sameinumst við um æ færri atriði sem við teljum góð og gild, trúum að séu sönn. Samfélög brota upp í smáhópa, hvert með sína útgáfu af sannleikanum.
Valdastofnanir i samfélaginu sáu fyrr á tíð um viðtekin sannindi. Eftir miðja síðustu öld færðist þetta vald að einhverju marki frá formlegum valdastofnunum yfir í óformlegt vald fjölmiðla. Fljótlega eftir síðustu aldamót breytti netið þessum valdahlutföllum. Á bloggi og samfélagsmiðlum urðu til ótal eins manns ritstjórnir sem skoruðu á hólm viðtekin sannindi gamla dagskrárvaldsins. Alþjóðlegar fréttir urðu innlendar. Trump og Brexit fengu meira pláss en íslenskar fréttir í hérlendum fjölmiðlum. Sambærileg þróun er víðast hvar á vesturlöndum.
Andspænis óreiðunni eru kynntar róttækar lausnir sóttar af öskuhugum sögunnar. Sósíalismi fær endurnýjun lífdaga. Til að leiðrétta manngert veðurfar, sem er mest ímyndun, skal afnema kapítalisma.
Róttækar lausnir á ímynduðum vandamálum eru uppskrift að mannlegum harmleikjum. Hreinn kynstofn nasista og áætlunarbúskapur Sovétríkjanna bættu ekki heiminn en voru svar við upplausnarástandi þegar viðurkennd gildi glötuðust.
Í samfélagsmálum ,,finnast" ekki sannindi heldur verða þau til í samskiptum á milli manna. Nú um stundir eru viðtekin sannindi á hverfandi hveli. Ný sannindi eru í deiglunni. Á meðan ríkir óvissa.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)