Þriðjudagur, 10. september 2019
RÚV er skandalfréttastofa
RÚV leitar uppi skandalfréttir til að réttlæta tilveru sína. Þegar sérstaklega stendur á boðar RÚV til fundar á Austurvelli til að valdefla múginn.
Fyrr á tíð, þegar dagblöðin voru flokksmálgögn, stóð RÚV fyrir hlutlægni og yfirvegun, forðaðist hávaðafréttamennsku. En eftir dauða vinstridagblaðanna Þjóðviljans, Alþýðublaðsins og helgarútgáfu sem spratt úr sama jarðvegi og lengi hét Helgarpósturinn fyllti RÚV upp í tómarúmið og varð vinstramálgagn.
Ríkissjóður á ekki að fjármagna skandalfréttastofu sem í ofanálag situr yfir hlut annarra fjölmiðla á auglýsingamarkaði.
![]() |
Samskipti frétta- og heimildarmanna verði skoðuð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þriðjudagur, 10. september 2019
Hamfarahlýnun er pólitík, ekki vísindi
Manngert veður er ímyndun, hönnuð og kynnt í pólitískum tilgangi. Stjórnmálamenn eru margir ginnkeyptir fyrir glópahlýnun því hún réttlætir skattheimtu eins og enginn sé morgundagurinn.
Hér er nýlegt viðtal við alvöru vísindamann í loftslagsfræðum, Nils-Axel Mörner, sem segir helstu hættuna í loftslagsmálum þá að fólk sem ekkert veit um loftslagsmál ræður ferðinni.
Mörner var áður hjá IPCC, þeirri stofnun Sameinuðu þjóðanna sem helst ber ábyrgð á hamfarahlýnunin í fjölmiðlum og opinberri umræðu.
![]() |
Alvarlegar afleiðingar óumflýjanlegar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 10. september 2019
Mugabe, mannréttindi og kjarnavandi vinstrimanna
Mugabe forseti Zimbabwe var einu sinni eftirlæti vinstrimanna en varð harðstjóri, skrifar Will Hutton í vinstriútgáfuna Guardian, og vill draga lærdóm af. Vinstrimenn taka upp á sína arma frelsishetjur sem verða harðstjórar. Gerðist líka á Kúbu og Venesúela.
Lausn Hutton er að gera mannréttindi að viðmiði fyrir ríkisvald. Hugmyndin er að setja það ríkisvald út á guð og gaddinn sem ekki virðir mannréttindi.
Mannréttindi eru óhugsandi án samfélags. Í náttúrunni eru engin mannréttindi, skrifaði Thomas Hobbes á 17. öld. Algild mannréttindi eru aðeins möguleg í algildu samfélagi. En slíkt samfélag er ekki til og verður aldrei. Samfélag er, eins og orðið segir, samlíf fólks. Og fólk er margskonar. Algilt samfélag er vísindaskáldskapur sem verður óðara að Gulagi ef reynt er að hrinda skáldskapnum í framkvæmd.
Vinstrimenn trúa á algilt samfélag. Einu sinni var það kommúnismi, þá kratismi, á seinni árum fjölmenningarsamfélag og nýjasta nýtt er loftslagssamfélag. Meginvandinn í vinstripólitík er hugmyndin um algilt samfélag. Draumórarnir snúast upp í martröð. En vinstrimenn læra ekki.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)